Þrjú útköll á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. 

Að sögn Sigurðar Sigurðssonar, varðstjóra í lögreglunni á Akureyri, hvessti skyndilega um tvö í nótt og var mjög hvasst til klukkan fimm. Hann segir að ekkert alvarlegt tjón hafi orðið vegna roksins. 

Á mælum Veðurstofu Íslands sést að um fimmleytið fór vindurinn í 29 metra á sekúndu innanbæjar á Akureyri og er mjög hlýtt í veðri eða um níu stiga hiti þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert