Fimm kiðlingar komnir í heiminn

Huðnan Frigg ásamt kiðlingi sínum.
Huðnan Frigg ásamt kiðlingi sínum. Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Ronja, Frigg og Garún, þrjár elstu huðnur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, hafa nú borið samtals fimm kiðlingum. Geitburðurinn þykir ávallt mikill vorboði, segir í fréttatilkynningu frá garðinum. 

Hafurinn Djarfur fylgist í fjarlægð með afkomendum sínum koma í heiminn en hann er faðir allra kiðlinganna sem von er á í garðinum þetta vorið.

mbl.is