Formaður BÍ: „Fjarstæðukenndir órar“

Hjálmar segir það á ábyrgð blaðamanna og skuldbindingu þeirra að …
Hjálmar segir það á ábyrgð blaðamanna og skuldbindingu þeirra að fjalla á gagnrýninn hátt um mikilvæg fyrirtæki í íslensku efnahagslífi. mbl.is/Eggert

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að ekki þurfi annað en að horfa til umfjöllunar blaðamanna um Icelandair og erfiðleika þess félags, samkeppnisaðila WOW air, til að sjá „hversu fjarstæðukenndir órar eru á ferðinni í stjórn Íslenska flugmannafélagsins“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hjálmari Jónssyni, formanni Blaðamannafélags Íslands, vegna bréfs Íslenska flugmannafélagsins þar sem rannsóknar á vinnubrögðum íslenskra blaðamanna og hlunnindum til þeirra frá helsta samkeppnisaðila WOW air er krafist.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Hjálmar segir það á ábyrgð blaðamanna og skuldbindingu þeirra að fjalla á gagnrýninn hátt um mikilvæg fyrirtæki í íslensku efnahagslífi og að ekki sé talað um flugfélög sem starfi á viðkvæmum neytendamarkaði.

Ég hef skilning á því að starfsmenn WOW air hafi áhyggjur af störfum sínum, en að rekja einhvern hluta af rekstrarvanda fyrirtækisins til umfjöllunar blaðamanna er að fara í geitarhús að leita ullar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert