Gagnrýnir framgöngu Vegagerðarinnar

Nýr Herjólfur á siglingu.
Nýr Herjólfur á siglingu.

„Ég er nú búinn að vera í mörgum nýbyggingum, hef tekið þátt í að smíða 20-30 skip, en hef aldrei séð neitt þessu líkt. Þetta hlýtur að vera vankunnátta. Menn bara haga sér ekki svona,“ segir Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. á Íslandi, við Morgunblaðið, en skipasmíðastöðin sér um smíði nýs Herjólfs í Póllandi.

Vísar hann í máli sínu til þess hvernig Vegagerðin hefur haldið á málum varðandi afhendingu Herjólfs. Þegar menn hafi greint á um kostnað hafi ekki verið gerð nein tilraun til að ræða málin á yfirvegaðan hátt og finna lausn. „Menn komu bara með lögfræðistóð frá Danmörku á fyrsta fund og það er auðvitað þeirra hagur að allt fari í háaloft. Það var enginn tæknimaður sem gat rætt málin,“ segir hann.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Björgvin að Herjólfur hafi verið boðinn út með teikningum frá Vegagerðinni, gerðum í Noregi og þær kostað hundruð milljóna króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert