„Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi

Baldvin Þorsteinsson vonaðist eftir afsökunarbeiðni frá seðlabankanum í morgun.
Baldvin Þorsteinsson vonaðist eftir afsökunarbeiðni frá seðlabankanum í morgun.

„Í morgun komst ég óheppilega að orði við seðlabankastjóra í hita leiksins í húsakynnum Alþingis. Orðaval mitt var ekki sæmandi og hefði ég gjarnan kosið að hafa valið kurteislegri orð.“ Þannig hefst tilkynning Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi starfsfólki Samherja.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom í morg­un á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, þar sem fjallað var um lög um gjald­eyr­is­mál og stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands við fram­kvæmd gjald­eyr­is­eft­ir­lits, og voru Þor­steinn Már og Baldvin meðal áheyr­enda á fund­in­um.

Að fundi lokn­um hugðist seðlabanka­stjóri, taka í hönd­ina á Þor­steini Má, en Baldvin gekk á milli. „Hafðu smá sóma­kennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Bald­vin við Má.

Í bréfinu sem Baldvin sendi starfsfólki Samherja segir hann að fyrirtækið hafi í sjö ár setið undir ásökunum seðlabankans og engin stoð hafi verið fyrir þeim ásökunum. Málið hafi óneitanlega tekið á alla.

„Þegar við héldum að loks væri runnin upp sú stund að afsökunarbeiðni kæmi frá seðlabankanum var enn haldið áfram að réttlæta aðfarirnar. Við þær aðstæður fannst mér óviðeigandi að seðlabankastjóri nálgaðist föður minn kumpánlega og bað ég bankastjórann um að láta það ógert. Orðalagið við það tilefni gekk of langt. Mér þykir það leitt og vona að Alþingi og þið liðsfélagar mínir virðið mér þetta til vorkunnar,“ skrifar Baldvin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert