„Verkfallsvopnið er mjög beitt“

Sólveig Anna Jónsdóttir í kröfugöngu fyrr í mánuðinum.
Sólveig Anna Jónsdóttir í kröfugöngu fyrr í mánuðinum. mbl.is/​Hari

„Það er mikilvægt að það komi fram að við hefðum ekki tekið ákvörðun um að aflýsa þessum verkföllum nema vegna þess að við upplifum að það sé raunverulegur samningsvilji fyrir hendi,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Fyr­ir­huguðum verk­föll­um hót­el­starfs­manna og rútu­bíl­stjóra sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld og standa í alls 48 klukku­stund­ir hef­ur verið af­lýst. Var það niðurstaðan eftir fund VR, Efl­ing­ar, VLFA, VLFG, LÍV og Fram­sýn­ar með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins hjá sátta­semj­ara.

„Auðvitað lít ég svo á að við værum ekki komin á þennan stað nema vegna þess að, eins og ég hef ávallt álitið, verkfallsvopnið er mjög beitt vopn. Þvert á það sem hefur verið haldið fram að ég vilji beita verkfallsvopninu af einhverri léttúð þá er alls ekki svo,“ segir Sólveig Anna.

Hún gerir sér fulla grein fyrir því að verkföll eru alvarlegt mál. „Verkfallsvopnið er þó á endanum þetta merkilega tól sem vinnuaflið hefur til að knýja viðsemjendur til að koma í það minnsta með einhverja sanngirni í farteskinu,“ segir Sólveig Anna sem kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um það sem rætt var á fundinum í dag.

Fólk bindur vonir við góðan samning

Sólveig Anna segist aðspurð ekki geta sagt til um hvort það sé líklegt að samningar náist á næstu dögum eða ekki. „Það sem ég get sagt er að við munum mæta á morgun og sitja áfram næstu daga í þeim tilgangi, og með þann vilja, að láta eitthvað gerast,“ segir Sólveig en deiluaðilar funda aftur hjá sáttasemjara klukkan 13.00 á morgun.

„Við nálgumst þetta verkefni af mikilli alvöru. Ég horfist í augu við þá miklu ábyrgð sem ég ber gagnvart félögum mínum og fólkinu sem ég fer fyrir. Því fólki sem bindur rosalega miklar vonir við að við náum góðum samningi og við náum árangri,“ segir Sólveig Anna og bætir við að fólkið í hótelunum og bílstjórarnir, sem hafi verið tilbúið að kjósa með verkfalli, hafi lagt á sig ótrúlega mikla vinnu:

„Það er tilbúið að berjast fyrir eigin hagsmunum og eigin réttindum. Þetta er alvarlegur og merkilegur hlutur. Ég vona auðvitað að þetta skili okkur ásættanlegum árangri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hringbraut 79  verður íbúðakjarni

13:02 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 en þar verður íbúðakjarni fyrir fatlað fólk.   Meira »

„Óheppilegt að þetta hafi gerst“

13:02 „Þetta er mjög óheppilegt að þetta hafi gerst. Þetta hefur valdið óþægindum víða, hjá einstaklingunum sem fengu þessa fölsku greiningu og líka erlendis. Við hörmum það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um Íslendinga sem taldir voru sýktir af Chikungunya-veiru en reyndust svo ekki með hana. Meira »

Mjaldrarnir spjara sig vel lauginni

12:45 Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá nærðust vel um helgina og hafa það gott í umönnunarlauginni í Vestmannaeyjum. Nú búa þjálfarar mjaldranna þá undir nýjar aðstæður í Klettsvík í Vestmannaeyjum, þar sem sjórinn er kaldari en þeir hafa vanist. Meira »

Skiptir engu hvort þingmenn segi satt

12:02 „Þingmenn verða núna hræddari við að segja sannleikann um mögulega spillingu,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn nefndarmanna í forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur fallist á niðurstöðu siðanefndar þess efn­is að Þór­hild­ur S. Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur þingmanna. Meira »

Fjórir höfundar til Gautaborgar

12:02 Fjórir rithöfundar; Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn, munu taka þátt í bókamessunni í Gautaborg í haust en hún er stærsta og um leið fjölsóttasta bókamessa Norðurlanda. Meira »

Til marks um að samningar standist

11:41 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að veðjað hafi verið á að vaxtalækkanir væru í kortunum við gerð lífskjarasamninga ASÍ og SA í vor. Því sé vaxtalækkunin nú til marks um að markmið samninganna um að bæta lífskjör vinnandi fólks á breiðum grunni hafi gengið eftir. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

11:21 Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu jögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir voru handteknir fyrr í mánuðinum. Meira »

Þurrkar minnka tekjur veiðihúsa

11:12 Þurrkatímabilið sem staðið hefur hér á landi í maí og júní hefur haft slæm áhrif á veiði í helstu veiðiám landsins, og veiðihúsin verða af tekjum vegna þessa. Meira »

Ný stjórnendastefna ríkisins kynnt

11:07 Ný stjórnendastefna ríkisins sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út er fyrsta heildstæða stefnan um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana. Stefnunni er ætlað að vera liður í því að efla stjórnun hjá ríkinu, vinna að betri þjónustu við samfélagið sem miðar að því að bæta lífskjör í landinu. Meira »

Ráðherra fylgir Hafró í öllu

11:02 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu næsta fiskveiðiár. Er þar í öllu fylgt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Íslensk stjórnvöld á réttri leið

10:57 Íslensk stjórnvöld eru á réttri leið með að styrkja stjórn­kerfi Íslands til þess að draga úr hætt­unni á spill­ingu og óviðeig­andi fram­göngu í starf­semi stjórn­valda og lög­gæslu­stofn­ana. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá GRECO, hópi ríkja gegn spill­ingu á vett­vangi Evr­ópuráðsins. Meira »

Vaxtalækkun fagnaðarefni en ekki óvænt

10:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun Seðlabankans, sem kynnt var nú í morgun, eigi ekki að koma á óvart. Helstu tíðindi væru þau að lækkunin hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Meira »

Töluvert um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

10:14 Allmörg umferðarlagabrot hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var stöðvaður í hraðakstri var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Mikil aðsókn í tölvuleikjanám

10:12 Alls bárust 92 umsóknir í nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hjá Keili. „Það má segja að aðsóknin sé framar væntingum þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Meira »

Kastaðist sjö metra af mótorhjóli

09:33 Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir mótorhjólaslys.   Meira »

Meirihlutinn telur sig búa við öryggi

08:34 Fólk á leigumarkaði telur sig ekki jafn öruggt á húsnæðismarkaði og þeir sem búa í eigin húsnæði en heilt yfir virðist húsnæðisöryggi vera nokkuð mikið á Íslandi en 85% landsmanna telja sig búa við það. Meira »

Reyna aftur við Belgíu

08:30 Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Meira »

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

08:18 Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira »

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

07:57 Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...