Vísbendingar um að hægt hafi á uppbyggingu íbúða

Samkvæmt nýrri talningu Samtaka iðnaðarins í mars hefur íbúðum sem eru á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. að fokheldu, fækkað um 4,1% frá síðustu talningu í september. Slíkar íbúðir voru 2.558 talsins í mars.

„Fækkunin nú endurspeglar að stærstum hluta versnandi efnahagsástand og aukna efnahagsóvissu, m.a. vegna stöðu kjarasamninga,“ segir í greinargerð Samtaka iðnaðarins (SI) um málið.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, verkefnastöðuna almennt góða.

„Hvað varðar íbúðamarkaðinn er útlitið ágætt. Heilt yfir er aukning varðandi samgöngur og margt í pípunum. Hins vegar eru blikur á lofti. Stærri verkefni hafa frestast. Það hefur áhrif á móti. Til dæmis hefur útboði vegna meðferðarkjarnans við Hringbraut verið frestað fram á haust en það átti að verða í mars,“ segir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert