„Allt mjög viðkvæmt núna“

„Við erum að vinna í okkar málum gagnvart félagsmönnum í …
„Við erum að vinna í okkar málum gagnvart félagsmönnum í samvinnu við fyrirtækið,“ segir Vignir Örn. mbl.is/Eggert

„Þetta eru sláandi fréttir,“ segir formaður Íslenska flugmannafélagsins, stéttarfélags flugmanna WOW air, um þær fregnir að félagið sé hætt starfsemi.

„Við erum að vinna í okkar málum gagnvart félagsmönnum í samvinnu við fyrirtækið,“ segir Vignir Örn Guðnason í samtali við mbl.is en vill ekki fara nánar út í hvaða vinna er nákvæmlega í gangi. 

Það eru þessir eðlilegu hlutir sem þurfa að fara í gang í kjölfar svona atburðar. Ég ætla ekki að tjá mig frekar um það, þetta er allt mjög viðkvæmt núna. Það er í forgangi að halda utan um okkar félagsmenn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fallið verði sem mýkst.“

Íslenska flugmannafélagið var stofnað í október 2014 og telja félagsmenn þess um 200, samkvæmt vefsíðu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina