Flugfreyjur WOW strandaðar í New York

Flugfreyjur WOW air eru strandaðar í New York eftir gjaldþrot félagsins. Þær hafa ekki fengið neinar upplýsingar um heimför.

Ættingi einnar flugfreyjunnar staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Að hans sögn fékk áhöfnin þau skilaboð í gærkvöldi að flugið yrði á áætlun. Síðan hafi áhöfnina farið að gruna að það gæti breyst.

Eftir að WOW air hætti starfsemi hafi flugstjórinn varað flugfreyjurnar við að ekki væri búið að tryggja heimför. Þær þyrftu að búa sig undir að vera á eigin ábyrgð í New York.

Þær hefðu ekki heyrt frá fulltrúum flugfélagsins um framhaldið.

WOW air hefur flogið til Newark í New Jersey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert