Herflugvélar Rússa innan eftirlitssvæðis

Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn í loftrýmiseftirlitssvæði fyrr í þessum …
Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn í loftrýmiseftirlitssvæði fyrr í þessum mánuði. mbl.is/ÞÖK

Tvær óþekktar flugvélar komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins seint í gærkvöldi, en þær voru hvorki með ratsjárvara í gangi né höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru staddar hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar til að auðkenna þær.

Þarna reyndust tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) á ferðinni. Þær voru innan loftrýmiseftirlitssvæðis Atlantshafsbandalagsins en utan íslenskrar lofthelgi.

Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn í loftrýmiseftirlitssvæði fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert