Isavia boðar hagræðingu

Flugupplýsingar á skjá í Leifsstöð í gær.
Flugupplýsingar á skjá í Leifsstöð í gær. mbl.is/​Hari

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir starfsemina á Keflavíkurflugvelli verða endurskipulagða vegna brotthvarfs WOW air af markaði.

Spurður hver verði breytingin á starfsmannafjölda Isavia í Keflavík vegna brotthvarfs WOW segir hann málið í skoðun.

„Við erum að fara í gegnum rekstraráætlanir okkar. Áður en við förum að velta fyrir okkur breytingu á starfsmannafjölda förum við í almenna hagræðingu og fækkun sumarstarfsfólks. Við munum gefa okkur góðan tíma til að taka réttar ákvarðanir. Rétt er þó að nefna að hjá öðrum rekstraraðilum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gætum við séð fækkun starfsfólks,“ segir Björn Óli.

Spurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag hvaða áhrif brotthvarf WOW hafi á uppbyggingaráætlun Isavia segir hann fyrirtækið munu taka stöðuna í lok ársins.

Meta stöðuna í árslok

„Í augnablikinu er vinna í gangi við hönnun á tengibyggingu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingaráætlun Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll. Lokið verður við hönnun tengibyggingar. Metið verður í lok árs 2019 hvenær framkvæmdir hefjast,“ segir Björn Óli um fyrirhuguð áform.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert