30% færri flugsæti í sumar en 2018

VR boðaði félagsmenn sem hafa starfað hjá WOW air á …
VR boðaði félagsmenn sem hafa starfað hjá WOW air á fund í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil óvissa er um áhrifin af falli WOW air á fjölda ferðamanna í ár. Áhrifin ráðast m.a. af viðbrögðum annarra flugfélaga á markaði. Samkvæmt samantekt Isavia fækkar flugsætum í sumaráætlun Keflavíkurflugvallar um 1,4 milljónir með brotthvarfi WOW air.

Alls 7,8 milljónir flugsæta voru í boði í sumaráætlun 2018. Eftir niðurskurð hjá WOW air í desember og svo gjaldþrot félagsins sl. fimmtudag eru sætin komin niður í 5,5 milljónir sem er um 30% samdráttur.

Isavia vinnur að endurskoðun sumaráætlunar. Á þessu stigi er ekki ljóst hvaða áhrif fall WOW air hefur á fjölda farþega og ferðamanna. Í umfjöllun um afleiðingar þrots WOW í Morgunblaðinu í dag segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri áhrifin af þessum samdrætti á fjölda erlendra ferðamanna ekki liggja fyrir.

Uppsagnir í ferðaþjónustu

Yfir 720 einstaklingar skráðu sig atvinnulausa og sóttu um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í gær og fyrradag. Flestir eru fyrrverandi starfsmenn WOW air. Að auki hefur hundruðum starfsmanna verið sagt upp hjá þjónustufyrirtækjum og ferðaþjónustufyrirtækjum vegna minni verkefna í kjölfar falls WOW air. Mest munar um 315 starfsmenn sem sagt var upp hjá Airport Associates sem þjónustaði flugvélar WOW á Keflavíkurflugvelli.

Kemur gjaldþrot WOW air og uppsagnir í kjölfarið sérstaklega illa við íbúa á Suðurnesjum sem vinna hjá þessum fyrirtækjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert