Lágreist byggð á Laugarnestanga?

„Það er stefna okkar að byggja miðsvæðis, vistvænt, bíltakmarkað hverfi,“ segir Magnús Jennsson, formaður Miðgarðs byggingarfélags. Félagið kynnir hugmyndafræði sína á Hönnunarmars en Laugarnestangi þykir heppileg staðsetning og er stefnt að samstarfi við borgina um útfærsluna. 

Ég hitti Magnús sem er arkitekt og Gunnar Grímsson, ritara Miðgarðs, í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar við Köllunarklettsveg þar sem félagið hefur aðstöðu. Þeir tóku einnig þátt í samkeppni um skipulag við Stýrimannaskólareitinn fyrir skömmu og voru nálægt sigri. Hugmyndafræðin var svipuð: lágreistar byggingar með þröngum götum þar sem bílar komast en geta ekki lagt því þá teppist gatan. Í raun eins og blokkir séu lagðar á hliðina eins og Gunnar orðar það. 

Í myndskeiðinu útskýra þeir sínar hugmyndir um allt að tíuþúsund manna byggð á Laugarnestanga.

Málstofur verða á Köllunarklettsveginum um helgina í tengslum við Hönnunarmars.

Málstofa á laugardag.

Málstofa á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert