Segir að átt hafi verið við upptökurnar

„Ekki verður annað séð en að markmið hennar hafi verið …
„Ekki verður annað séð en að markmið hennar hafi verið að knésetja Miðflokkinn.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það nú hafa „fengist staðfest að mál sem tröllreið lengi fjölmiðlaumræðu eftir að hópur þingmanna var hleraður byggi á lygi og alvarlegu afbroti“.

Þetta kemur fram í pistli Sigmundar Davíðs í Fréttablaðinu í dag. Nú hafi fengist aðgangur að upptökum úr öryggismyndavélum og að við blasi hvers vegna barist var gegn afhendingu gagnanna.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur í sama streng í viðtali í Morgunblaðinu í dag, en lögmaður Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember, segir þingmennina sjá það sem þeir vilji sjá út úr gögnunum og að hann og skjólstæðingur hans standi við frásögnina.

Í pistli sínum fullyrðir Sigmundur Davíð að átt hafi verið við upptökurnar og orð þingmannanna tekin úr samhengi í pólitískri aðgerð. „Ekki verður annað séð en að markmið hennar hafi verið að knésetja Miðflokkinn, sama hversu margt saklaust fólk þyrfti að líða fyrir það. Og fólk hefur svo sannarlega liðið fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert