„Sjá það sem þeir vilja sjá“

„Við stöndum við það að frásögn Báru sé rétt.“
„Við stöndum við það að frásögn Báru sé rétt.“ mbl.is/Eggert

„Allt sem við höfum séð staðfestir að umbjóðandi okkar fari með rétt mál,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, inntur eftir viðbrögðum við ummælum þingmannsins Bergþórs Ólasonar þess efnis að upptökur úr öryggismyndavélum Klausturs bar sýni að atburðarásin 20. nóvember hafi verið önnur en Bára hefur lýst.

Ragnar hafði sjálfur ekki lesið ummæli Bergþórs þegar mbl.is náði af honum tali og telur sig ekki þurfa þess.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru.

„Þeir eru að reyna að búa til einhverja sögu um að þetta hafi gerst með allt öðrum hætti en þetta gerðist, og okkar svar er einfaldlega það að hún hefur lýst þessu réttilega og öll þau gögn sem við höfum séð staðfesta það,“ segir Ragnar.

Lögmenn Báru hafa séð umræddar upptökur sem Bergþór vísar í og segir Ragnar þingmennina sem áttu hlut að máli lesa í þær það sem þeir vilji sjá. „Við stöndum við það að frásögn Báru sé rétt.“

mbl.is