Strandaglópar fá gestakort að gjöf

Talið er að um 1.000 erlendir gestir verði hér strandaglópar …
Talið er að um 1.000 erlendir gestir verði hér strandaglópar næstu daga. mbl.is/​Hari

Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða þeim erlendu farþegum WOW air sem eru strandaglópar hér á landi vegna gjaldþrots flugfélagsins ókeypis gestakort fram í næstu viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.

Gestakortið veitir handhöfum frían aðgang að Listasafni Íslands, Þjóðminjasafni, Borgarsögusafni, Listasafni Reykjavíkur, sundlaugum borgarinnar, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Gerðarsafni og sundlaugum Kópavogs. Þá geta handhafar gestakortsins framvísað því í Strætó.

Með þessu vilja samstarfsaðilar leggja sitt af mörkum við að draga úr neikvæðri upplifun strandaglópa í borginni. Aðilar í ferðaþjónustu hafa verið upplýstir um þessa ákvörðun en talið er að um 1.000 erlendir gestir verði hér strandaglópar næstu daga.

Með þessu vilja samstarfsaðilar leggja sitt af mörkum við að …
Með þessu vilja samstarfsaðilar leggja sitt af mörkum við að draga úr neikvæðri upplifun strandaglópa. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert