Hafi verið óundirbúin undir fall WOW

Þotur Icelandair og WOW á Keflavíkurflugvelli.
Þotur Icelandair og WOW á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndu ríkisstjórnina báðar harðlega fyrir að hafa brugðist seint við gjaldþroti WOW air. Sögðu þær að ríkisstjórnin hefði haft langan tíma til að undirbúa sig. Þá vísuðu þær til fleiri mála þar sem ríkisstjórnin hefði verið á hælunum.

Þorgerður Katrín og Þórhildur Sunna voru gestir í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun.

Ríkisstjórnin ekki með plan B

„Það virðist vera að ríkisstjórnin hafi [...] verið búin að fara vel yfir það hvort rétt væri að stíga inn í, fara Air Berlin leiðina t.d., og mat það sem svo að það væri ekki rétt. Ég get tekið undir það að það er erfitt að stíga inn í og ákveða hvort það er rétt að stíga inn í nema að vera með mjög sterkan grunn fyrir því að ríkið komi inn með fjármagn. Það þarf að réttlæta það fyrir skattgreiðendum,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það sem kemur á óvart er undirbúningsleysið. Ríkisstjórnin hefur barið sér á brjóst fyrir að hafa fylgst með málinu afar lengi. Í tíu mánuði hefur hún fylgst með málinu,“ sagði hún.

„Fyrst og síðast svíður mér að sjá að það eru engin svör gagnvart fólkinu. Það lá fyrir að ef WOW færi á hausinn yrðu a.m.k. 1400-1500 manns atvinnulausir. Hvaða skilaboð hafði ríkisstjórnin tilbúin handa því fólki, ekki síst á Suðurnesjum?“ sagði hún og vísaði til þess að stjórnarandstaðan hefði lagt fram tillögur við fjárlagagerð um styrkingu heilbrigðis- og menntainnviða á Suðurnesjum sem hefði verið hafnað af stjórnarflokkunum.

„Það virðist vera algengt hjá ríkisstjórninni að vera ekki tilbúin með plan B,“ sagði Þorgerður Katrín og nefndi einnig viðbrögðin við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í landsréttarmálinu. „Ríkisstjórnin gerði ekki ráð fyrir að tapa málinu og var tekin í bólinu,“ sagði hún.

Átti von á meiru frá ríkisstjórninni

Þórhildur Sunna sagðist hafa átt von á því að áætlun ríkisstjórnarinnar fæli í sér fleira en að ferja strandaglópa eftir gjaldþrotið. „Ég var alltaf að bíða eftir því að það yrði tilkynnt um það hvað þessi viðbragðsáætlun fæli í sér, annað en að koma fólki á sinn áfangastað. Það er eitthvað sem þarf að sjálfsögðu að gera, en það þarf ekki heila ríkisstjórn í það. Það er nóg að samgönguráðherra sinni því. Ríkisstjórnin talar um „viðbragðsáætlun“, en hana er ekki að sjá nema að þessu mjög takmarkaða leyti,“ sagði hún.

Þórhildur Sunna sagði að í landsréttarmálinu hefði ríkisstjórnin einnig dregið lappirnar. Svo virtist sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið læst inni í tímaglasi áður en vendingar hafi orðið í landsréttarmálinu. Sagðist hún hafa fengið þær upplýsingar að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu hafi komið of seint. Ekki væri einu orði minnst á dóminn í fjármálaáætluninni.

Þórhildur Sunna sagði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar úrelta. Atburðir liðinnar viku hjá WOW air breyttu forsendum hennar. „Samt minnir mig að fjármálaráðherra hafi talað um að þetta væri nú ekkert mál og að ekki þyrfti að breyta miklu í fjármálaáætlun. Þessi áætlun er algjörlega á skjön við raunveruleikann eins og hún er,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Það sem Angela Merkel sagði í dag

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...