„Með öllu óásættanlegt“ segja LÍS

Frá landsþingi LÍS fyrr í dag.
Frá landsþingi LÍS fyrr í dag. Ljósmynd/Viktor Örn Guðmundsson

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) segja það með öllu óásættanlegt að skerðingarhlutfall sem leggst á lán þegar tekjur lántakanda fara yfir frítekjumark sé enn þá 45%. Hlutfallið var hækkað úr 35% fyrir fimm árum en sú aðgerð hafi átt að vera tímabundin. Þá gerir LÍS alvarlega athugasemd við það að framfærsla standi í stað í nýjum úthlutunarreglum og taki ekki mið af verðlagsbreytingum.

Þetta og fleira kemur fram í ályktun LÍS um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) fyrir skólaárið 2019-2020, sem samþykkt var á landsþingi LÍS fyrr í dag.

Vilja lágmarksframvindukröfur lækkaðar

Í ályktuninni kemur einnig fram að það séu vonbrigði að ekki hafi verið samþykkt að stúdentar í námi erlendis fái lánað fyrir ferðalögum sínum fram og til baka einu sinni á hverju ári.  Í núverandi reglum fái stúdentar erlendis aðeins lán fyrir einni ferð út og annarri ferð heim meðan á öllum námsferlinum standi. Það setji stúdenta sem hafa ekki færi á að vinna í því landi sem þau stunda nám í í erfiða stöðu enda þurfi þeir þá að fljúga til Íslands í þeim tilgangi.

Þá segir jafnframt að stúdentar geri kröfur um að lækkaðar séu lágmarksframvindukröfur LÍN úr 22 einingum í 18.

LÍS segir stúdenta þó fagna því að frítekjumark sé hækkað úr 930.000 kr í 1.330.000. Það sé eðlilegt og löngu tímabært. 

Ályktunina í heild má lesa hér.

Ályktun LíS var samþykkt einróma. Tæplega 60 stúdentafulltrúar frá öllum …
Ályktun LíS var samþykkt einróma. Tæplega 60 stúdentafulltrúar frá öllum háskólum á Íslandi og Sambandi íslenskra námsmanna erlendis komu saman á þinginu. Ljósmynd/Viktor Örn Guðmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert