Sónar aflýst vegna gjaldþrots WOW air

Meðal þeirra sem koma áttu fram á hátíðinni í ár …
Meðal þeirra sem koma áttu fram á hátíðinni í ár voru Richie Hawtin, Jon Hopkins, Rokky, Joyfultalk, Hermigervill og ClubDub. mbl.is/Styrmir Kári

Tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík, sem fara átti fram í lok apríl, hefur verið aflýst. Þetta staðfesta áreiðanlegar heimildir mbl.is og er margt sagt spila inn í ákvörðunina, þar á meðal gjaldþrot flugfélagsins WOW air.

Samkvæmt heimildum mbl.is er nú verið að hnýta lausa enda og er yfirlýsingar frá hátíðinni að vænta á morgun. Fyrst var greint frá á vef Reykjavík Grapevine.

Meðal þeirra sem koma áttu fram á hátíðinni í ár voru Richie Hawtin, Jon Hopkins, Rokky, Joyfultalk, Hermigervill og ClubDub.

mbl.is