Vitarnir komnir á kortið

Hilmar Sigvaldason í vitanum háa sem reistur var á stríðsárunum …
Hilmar Sigvaldason í vitanum háa sem reistur var á stríðsárunum og sá eldri og lægri er í baksýn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margvíslegar framkvæmdir standa nú fyrir dyrunum á Breiðinni á Akranesi, það er fremst á Skipaskaga þar sem Akranesvitar standa. Eldri vitinn var reistur árið 1918 en hinn á stríðsárunum og tekinn í notkun árið 1947. Sá er 23 metra hár og slær ljósleiftri sem nær langt út á Faxaflóann og veitir sjófarendum þannig öryggi.

Með samningum við Akranesbæ og Vegagerðina fékk Skagamaðurinn Hilmar Sigvaldason vitann til afnota árið 2012 og hefur með kynningar- og menningarstarfi komið vitunum á kortið, ef svo mætti segja, enda mæta þúsundir nú á svæðið á ári hverju.

Akranes þurfti aðdráttarafl

„Aðsóknin er sífellt að aukast. Árið 2012, fyrsta sumarið sem ég var með vitann opinn komu hingað 3.200 manns og 4.000 árið á eftir. En þá var boltinn líka farinn að rúlla og í fyrra voru gestirnir um 10.000,“ segir Hilmar.

Sjá samtal við Hilmar Sigvaldason í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »