Spáir 15% samdrætti í sumar

Hótelið er á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg …
Hótelið er á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg í Reykjavík. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta hótels, reiknar með 15% samdrætti í sumar vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Hótelið muni einkum finna fyrir minni sölu hópferða til Bandaríkjamanna. Til samanburðar spáir greiningardeild Arion banka 16% fækkun erlendra ferðamanna í ár.

Sigurður Smári Gylfason, sem rekur Hótel Grím í Reykjavík, segir bókanir hafa dregist saman um vel innan við 10% vegna falls WOW air.

Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, telur að áhrifin af falli WOW air verði aldrei meiri en 5% út árið. Það sé áhyggjuefni að landsbyggðin virðist fá harðari skell en suðvesturhornið.

Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR hótela, segir hraða bókana hafa hér um bil helmingast eftir að WOW air fór í þrot, frá því í vikunni áður. Það geti þó verið hluti af sveiflu milli vikna. Því sé of snemmt að fullyrða nokkuð um langtímaáhrifin á þessu stigi.

Þá hefur félagið Alfred's Apartments boðið viðskiptavinum WOW air að koma á öðrum tíma, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »