Vilja úttekt á Gröndalshúsi og vitanum

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerð verið úttekt á framkvæmdum við …
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerð verið úttekt á framkvæmdum við vitann við Sæbraut og Gröndalshús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins segir að nauðsynlegt sé að gerð verði úttekt á öðrum verkefnum en þeim fjórum sem fjallað er um í skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um verk­leg­ar fram­kvæmd­ir og inn­kaupa­mál borg­ar­inn­ar sem kynnt var í borg­ar­ráði í dag.

Í tilkynningu frá flokknum er farið fram á að gerð verið úttekt á Gröndalshúsi og Vitanum við Sæbraut. Enn fremur telur Sjálfstæðisflokkurinn nauðsynlegt að kanna hvernig staðið  var að samningum og riftun verkefnis á Grensásvegi 12.

Flokkurinn segir skýrslu innri endurskoðunar vandaða en þar koma fram ellefu ábendingar um það sem betur má fara í fjórum framkvæmdum á vegum borgarinnar. Ein þeirra er merkt á rauðu áhættustigi sem lýtur að gerð kostnaðaráætlana. Í því felst að viðbrögð frá borginni þurfa að vera tafarlaus.

Í tilkynningu frá flokknum segir að innri endurskoðun birti borgarráði í dag bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við minnisblað fjármálastjóra. „Ljóst er að stofnanir borgarinnar eru ósammála um mikilvæg atriði svo sem öflun og meðferð fjárheimilda, en innri endurskoðun er eftirlitsaðilinn,“ segir í tilkynningu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Endurskoðunarnefnd borgarinnar hefur nú þessi mál til skoðunar og þá hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sent borgarstjórn bréf þar sem óskað er skýringa hvers vegna ábendingum innri endurskoðunar frá 2015 hafi ekki verið sinnt. Því eru þrír eftirlitsaðilar að skoða framúrkeyrslu í verklegum framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina