Gunnar Bragi í leyfi frá þingstörfum

Gunnar Bragi Sveinsson hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum.
Gunnar Bragi Sveinsson hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum í ótilgreindan tíma. Þetta staðfestir Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is.

Hann segir tilkynningu frá Gunnari Braga hafa verið senda samflokksmönnum sínum í gærkvöldi. Sigurður Páll segist þó ekki vita nákvæmlega hvað liggur að baki ákvörðun Gunnars Braga en að það sé af persónulegum ástæðum.

„Ég get staðfest að ég mun leysa Gunnar Braga af og taka til starfa á mánudag,“ segir Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is. Spurð hversu langt síðan hún hafi verið beðin um að taka sæti á Alþingi, svarar Una María að samband hafi verið haft við hana í gærkvöldi.

Una María Óskarsdóttir.
Una María Óskarsdóttir. Ernir Eyjólfsson
mbl.is