„Þungur“ mánudagur vegna WOW air

mbl.is/​Hari

Tæplega 800 umsóknir atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun frá fyrrverandi starfsmönnum WOW air eftir að flugfélagið varð gjaldþrota.  

Þetta segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Nýjustu upplýsingar frá Vinnumálastofnun um stöðu mála vegna WOW air voru ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

„Mánudagurinn var mjög þungur,“ bætir Unnur við og segir að um 300 manns hafi komið í stofnunina þann dag. Spilaði þar reyndar inn í að um mánaðarmót var að ræða. Ekki var eingöngu um að ræða fólk frá WOW air heldur heildartölu þeirra sem mættu til að fá aðstoð og upplýsingar.

Þetta eru um tvöfalt fleiri en venjulega mæta í Vinnumálastofnun um mánaðamót.

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is