Ungt fólk einfaldlega að gefast upp

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR,.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR,. mbl.is/Hari

Þær fjórtán tillögur sem voru kynntar í dag til að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að eignast húsnæði eru löngu tímabærar að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR.

Hann segir þær nauðsynlegar til að taka á málefnum jaðarsettra hópa sem hafa ekki lánstraust hjá fjármálastofnunum og ungs fólks sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn af því að það getur ekki safnað fyrir útborgun, bæði út af háum húsnæðiskostnaði í tengslum við leiguverð og háum fjármagnskostnaði.

„Kjarasamningarnir voru hugsaðir til þess að mynda hvata til vaxtalækkunar sem hjálpar vissulega til. Tillögur frá fyrstu kaupa-hópnum styðja mjög vel við það að banna óhagstæðustu lánin sem eru 40 ára jafngreiðslulánin sem hafa lægstu greiðslubyrðina þannig að þarna er að koma ágætis mótvægisaðgerð frá stjórnvöldum í það sem við erum að gera,“ segir Ragnar Þór við mbl.is og nefnir einnig félagið Blæ sem mun vinna að uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði.

Lífeyrisþegar í alvarlegum framfærsluvanda

Hann segir núverandi kerfi galið þar sem alltaf séu fundnar leiðir til að niðurgreiða vexti með alls kyns plástrum sem á endanum komi fólki í stórkostleg vandræði. „Við sjáum að þeir lífeyrisþegar sem eru í mjög alvarlegum framfærsluvanda og lifa jafnvel við mjög alvarlega fátækt eru þeir lífeyrisþegar sem hafa ekki náð að eignast húsnæði yfir starfsævina. Aftur á móti þeir sem hafa eignast húsnæði eru bara í allt, allt annarri stöðu,“ nefnir hann.

Ragnar Þór Ingólfsosn, annar frá vinstri, á fundinum í húsnæði ...
Ragnar Þór Ingólfsosn, annar frá vinstri, á fundinum í húsnæði Íbúðalánasjóðs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Álag vegna óvissu um húsnæði

Ragnar Þór bendir líka á að brottfall af vinnumarkaði tengist líka álagi yfir því að hafa ekki húsnæðisöryggi og geta ekki framfleytt sér vegna alltof hás húsnæðiskostnaðar. Þetta sé eitt af lykilverkefnum verkalýðshreyfingarinnar. Ekki sé nóg að auka kaupmátt með krónutöluhækkunum heldur líka með kostnaðarlækkunum. „Við erum að sjá kulnun í starfi, brottfall á vinnumarkaði er nánast orðið ósjálfsbært til lengri tíma og sjúkrasjóðir stéttarfélaganna eru margir komnir langt yfir greiðslumörk og hafa þurft að skerðast vegna þess að við erum að missa mikið af ungu fólki á langtíma örorku vegna þess að er einfaldlega að gefast upp,“ segir hann.

„Þetta spilar allt saman í því að bæta hér lífskjör almennt til skemmri og lengri tíma. Hérna hafa komið fram frábærar tillögur sem við erum með í okkar kjarasamningum og sem við erum að vinna í líka áfram eins og með tilgreindu séreignina og fleira. Þetta er nánast frágengið hjá aðilum vinnumarkaðarins. Það á bara eftir að koma þessu í gegnum lögin.“

Frosti Sigurjónsson, formaður starfshóps stjórnvalda, á fundinum.
Frosti Sigurjónsson, formaður starfshóps stjórnvalda, á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snúa ekki aftur til Íslands vegna óvissu

Ragnar heldur áfram og segir gríðarlega mikilvægt að tryggja raunverulegt búsetu- og framfærsluöryggi hér á landi til lengri tíma. Núna viti fólk ekki hvort leigan hækkar um tugi þúsunda þetta árið eða næsta eða jafnvel á hverju ári. Erfitt sé að gera almennileg plön til lengri tíma. „Þarna skiptir máli fyrir samfélagið okkar og fyrir samkeppnishæfni samfélagsins að lífskjör hér séu með sambærilegum hætti og annars staðar þannig að fólk hafi á annað borð áhuga til þess að koma hingað. Ég veit um fullt af fólki sem hefur flúið hér lífskjör, gerði það eftir hrun og vill koma aftur en hefur ekki getu eða áhuga á því vegna þess að óvissan er svo mikil. Húsnæðið er dýrt, leiga er alltof há og búsetuöryggi á leigumarkaði er algjörlega óviðunandi,“ greinir hann frá. Erfitt sé að rífa heila fjölskyldu upp með rótum og ætla að setjast að á Íslandi til langs tíma ef öryggið sé ekki til staðar. „Þarna er verði að tikka í mörg box hjá mjög jaðarsettum hópi í okkar samfélagi sem gríðarlega jákvætt skref.“

Heldurðu að þetta fólk muni snúa aftur á næstunni?

„Ég veit frá fyrstu hendi að staðan á húsnæðismarkaði hefur haft áhrif á það hvort vel menntað fólk hefur verið fráhverft því að snúa til baka og starfa í þessu frábæra landi. Þetta er eitt af forgangsmálum bæði stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar með góðum stuðningi frá Íbúðalánasjóði. Ég myndi segja að þessi vinna sem hefur verið unnin í starfshópnum og núna hérna sé tímamótavinna til þess að fara að snúa þessari þróun við,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...