Geti rukkað viðtakanda um burðargjald

Pakkasendingar flokkaðar hjá Íslandspósti. Mynd úr safni.
Pakkasendingar flokkaðar hjá Íslandspósti. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verði póstþjónustufrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem lagt var fyrir þing í síðasta mánuði samþykkt, þá mun Íslandspóstur geta rukkað viðtakendur þeirra póstsendinga sem ekki standa undir kostnaði um sérstakt burðargjald.

Frumvarpinu, sem ráðherra lagði fram 20. mars sl., er ætlað að verja stöðu ríkissjóðs til framtíðar og „koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að niðurgreiða kostnað vegna sendinga frá útlöndum,“ að því er segir í kynningu á vef Alþingis

Þar er lagt til að rekstrarleyfishafa, Íslandspósti og öðrum sem kunna að sinna alþjónustu á pósti, verði „heimilað að leggja sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga þar sem endastöðvargjöld standa ekki undir raunkostnaði“.  Er frumvarpinu þannig ætla bergðast við því tapi sem Íslandspóstur hefur orðið fyrir af sendingum frá póstverslunum í Kína síðustu ár.

Þá er einnig gert ráð fyrir að póstþjónustan geti ekki farið þess á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að henni verði „með fjárframlögum tryggt endurgjald fyrir þjónustu vegna erlendra póstsendinga“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert