Ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir meiriháttarskattalagabrot í rekstri fyrirtækisins SS verk. Hún er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem var í desember sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtæksins. Greint er frá þessu á vef RÚV.

Hann var einnig sakfelldur í febrúar fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Samkvæmt ákæru sveik konan 53 milljónir króna undan skatti meðan hún var daglegur stjórnandi fyrirtækins og stjórnarmaður um skeið. Þar af eru 32,5 milljónir króna vegna þess að fyrirtækið stóð ekki skil á virðisaukaskatti sem það innheimti árið 2016. Þar við bætist 21 milljón króna í opinberum gjöldum sem fyrirtækið hélt eftir af launum starfsmanna en skilaði ekki inn til ríkissjóðs.

mbl.is