Ánægð með rífandi gang í viðgerðum

Mygluskemmdir í Fossvogsskóla eru minni en talið var í upphafi.
Mygluskemmdir í Fossvogsskóla eru minni en talið var í upphafi. mbl.is/Eggert

„Við fögnum því að framkvæmdir fara hratt og vel af stað. Unnið er á öllum stöðum í húsinu,” segir Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri Fossvogsskóla. Í síðasta mánuði hófust endurbætur á skólanum vegna mygluvanda en skemmdir reyndust minni en talið var í upp­hafi.

Fyrir vikið var kennslan færð í Laugardalinn í höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Íslands og í Þróttaraheimilið sem fól í sér talsvert rask á hefðbundnu skólastarfi. Sex rút­ur sjá um að flytja nem­end­ur í 2. - 7. bekkjar til og frá skóla. 1. bekk er kennt í fær­an­leg­um skóla­stof­um við skól­ann. 

Aðalbjörg segir kennsluna ganga vel. „Samvinnan er mjög góð og allir eru samhentir í því að láta þetta ganga vel,” segir hún. Til að mynda fengu nemendur nýjar stundatöflur í kennsluhúsnæðinu.

Allir nemendur fá tilskilinn fjölda kennslustunda. Það á við um allar greinar einnig í verk- og listgreinum. Fljótleg var unnið að því að púsla því saman líkt og allri annarri kennslu. Aðalbjörg segir að strax í upphaf hafi samvinnan verið góða í krefjandi aðstæðum fyrir allt starfsfólk. 

Ef fram sem horfir mæta nemendur aftur í Fossvogsskóla í haust.  

Nemendur mæta aftur í skólann í haust.
Nemendur mæta aftur í skólann í haust. mbl.is/Eggert
mbl.is