Ekki nægur grundvöllur fyrir nýrri þjóðarsátt

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að hinir svokölluðu …
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að hinir svokölluðu „lífskjarasamningar“, sem undirritaðir voru á dögunum, séu ekki, og geti ekki verið, nægur grundvöllur nýrrar þjóðarsáttar þar sem traust vanti í samfélagið. mbl.is/Eggert

Býsna langt er í land með að nýundirritaðir kjarasamningar skili sér í þjóðarsátt. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Péturssonar, formanni Kennarasambands Íslands, í ræðu á ársfundi KÍ, sem haldinn var á Hótel Sögu í dag.

„Við þurfum að taka stóru málin til umræðu á stóra sviðinu og horfast í augu við það að þau sitja öll pikkföst vegna þess að í samfélag okkar vantar grunnforsenduna, traust,“ sagði Ragnar Þór, auk þess sem hann sagði hina svokölluðu „lífskjarasamninga“ ekki vera nægan grundvöll nýrrar þjóðarsáttar.

Þá sagði hann „leikreglur lífeyrissjóðakerfisins“ vera í lausu lofti. „Stóra málið er varðar almannatryggingar er sú staðreynd að veikinda- og örorkuhugtakið er ekki lengur í samræmi við veruleikann. Samfélagið skiptist ekki lengur í veika og heilbrigða; fatlaða og ófatlaða. Starfsþrek okkar getur verið mikið eða lítið, allt eftir tímabilum. Fólk sem áður var nánast afskrifað getur lagt heilmikið af mörkum. Maður skyldi ætla að búið væri að endurspegla þetta í almannatryggingakerfinu. En þar sitja málin föst. Það, af hverju þau eru föst, er grundvallaratriði,“ sagði Ragnar Þór.

Hér má nálgast erindi Ragnars Þórs á ársfundi KÍ í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert