Fáir ráðamenn mættu á boðssýningu

Smári McCarthy þingmaður Pírata ásamt varaþingmanninum Olgu Margréti Cilia og …
Smári McCarthy þingmaður Pírata ásamt varaþingmanninum Olgu Margréti Cilia og Oktavíu Hrund Jónsdóttur, sem einnig hefur tekið sætið á þingi fyrir flokkinn. mbl.is/Eggert

Flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi stóðu fyrir boðssýningu á líbönsku verðlaunakvikmyndinni Capernaum í Bíó Paradís í kvöld, en myndin fjallar um börn á flótta.

Margir leikarar myndarinnar eru sjálfir flóttamenn eða innflytjendur, þar með talinn hinn fjórtán ára gamli Zain Al Rafeea sem fer með aðalhlutverkið og hefur verið á flótta frá heimalandi sínu, Sýrlandi, síðan árið 2012.

Ráðamönnum landsins var sérstaklega boðið að mæta á sýninguna, en fáir þeirra þáðu boðið, samkvæmt einum skipuleggjanda. Mætingin á sýninguna mun þó hafa verið ágæt, en 200 sæti voru í boði.

Ljósmyndari mbl.is kom auga á Smára McCarthy, þingmann Pírata, auk varaþingmanna flokksins og fyrrverandi þingmanna Bjartrar framtíðar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Að lokinni sýningunni fóru fram pallborðsumræður, þar sem þær kröfur sem flóttamenn og hælisleitendur hér á landi hafa haldið á lofti í mótmælum sínum upp á síðkastið voru ítrekaðar og fólki gafst kostur á að heyra frá þeim sem annaðhvort eru á landinu sem hælisleitendur eða þekkja til aðstæðna fólks á flótta.

Svanborg Sigurðardóttir og Óttar Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Svanborg Sigurðardóttir og Óttar Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert
Páll Valur Björnsson og Jasmina Crnac, sem bæði hafa setið …
Páll Valur Björnsson og Jasmina Crnac, sem bæði hafa setið á þingi fyrir Bjarta framtíð. Páll er varaþingmaður Samfylkingarinnar og situr nú á þingi fyrir Helgu Völu Helgadóttur sem er á vorþingi Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) í Doha. mbl.is/Eggertmbl.is