Jarðarormur flakkar milli heimila

Börnin gróðursetja hér og að vinna með jafnrétti.
Börnin gróðursetja hér og að vinna með jafnrétti.

„Þetta hefur heppnast rosalega vel enda eru börn mjög áhugasöm um umhverfi sitt og þau eru fljót að tileinka sér nýjungar og annan hugsunarhátt. Börnin hér í leikskólanum eru opin og virk og með Jarðarorminum hafa þau kennt foreldrum sínum nýjar aðferðir og nýja hugsun. Það er mikilvægt að kenna börnum sem allra fyrst að ganga vel um landið og hvað þau geti gert til að vernda auðlindir jarðar. Á leikskólastiginu hefur áhersla á sjálfbærnimenntun stöðugt farið vaxandi og aukin vitund er um að því fyrr sem börn fá fræðslu því meiri líkur eru á að þau tileinki sér ákveðin gildi sem fullorðnir einstaklingar.“

Þetta segir Björg Helga Geirsdóttir leikskólastjóri á Lundabóli í Garðabæ, en leikskólinn vinnur að alþjóðlegu verkefni, Jarðarorminum, Earthworm: One Earth, One World; The Metamorphosis of Sustainability Education in the Early Childhood Education and Care. Ásamt Íslandi tóku þrjú önnur lönd þátt í verkefninu, Spánn, Litháen og Rúmenía.

„Hún Maricris Castillo de Luna, er prímus mótor í þessu, en hún er grunnskólakennari og starfar hjá okkur við kennslu elstu barnanna. Þetta á allt upphaf sitt í því að Maricris fór í meistaranám í Háskóla Íslands fyrir fjórum árum og þar valdi hún að taka fyrir sjálfbærni. Hún fræddi okkur samkennara sína heilmikið um hlýnun jarðar og fleira sem ekki var komið svo mikið í umræðuna þá. Hún sá að við yrðum að kenna börnunum hugmyndafræði sjálfbærni og hún fór því fljótlega að gera ýmis verkefni með börnunum. Hún bjó til dæmis til lítinn sjó í stórum bala, lét börnin setja ýmislegt í sjóinn til að sjá með eigin augum hvað gerist. Þau sáu að mold sökk til dæmis til botns og vatnið varð þá aftur hreint, en olía settist ofan á sjóinn og hana var erfitt að hreinsa. Plast flaut líka ofan á og eyddist ekki í sjónum,“ segir Björg og bætir við að í framhaldinu af allri þessari vakningu hafi Lundaborg sótt um og fengið styrk fyrir jarðarorms-verkefninu hjá þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar.

Sjá samtal við Björg í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert