Minni mygluskemmdir

Ástandið var ekki eins slæmt og rannsókn benti til.
Ástandið var ekki eins slæmt og rannsókn benti til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkið sækist nokkuð vel og er á áætlun. Við stefnum á að klára fyrir nýtt skólaár,“ sagði Kristján Sigurgeirsson, verkefnastjóri, um framkvæmdir við Fossvogsskóla.

„Þetta lítur miklu betur út en rannsóknir sem gerðar voru gáfu til kynna. Það er okkur í hag.“ Mygluskemmdir í skólahúsinu reyndust minni en talið var í upphafi.

Töluvert mikið hafði lekið með gluggum á austurhlið austasta húss skólans, þar sem bókasafnið er. Glerið var illa þétt en gluggarnir í góðu standi og enginn fúi í þeim. Þar er verið að glerja upp á nýtt og er verkið um það bil hálfnað.

Kennsla 2.-7. bekkjar fer fram í Laugardal og sjá sex rútur um að flytja nemendurna til og frá skóla. 1. bekk er kennt í færanlegum skólastofum við skólann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »