Vilja hagsmunafulltrúa aldraðra

Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson.
Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Báðir þingmenn Flokks fólksins, Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að félags- og barnamálaráðherra undirbúi stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra.

Í greinagerð tillögunnar segir að rík þörf sé á málsvara sem gætir réttinda og hagsmuna aldraðra og leiðbeinir þeim um rétt þeirra. Aldraðir sé stór og fjölbreyttur hópur, misjafnlega fær um að gæta eigin réttar og hagsmuna.

Hagsmunafulltrúa aldraðra er ætlað að vekja athygli á réttinda- og hagsmunamálum aldraðra almennt, jafnt á opinberum vettvangi sem og hjá einkaaðilum, leiðbeina öldruðum um réttindi sín og bregðast við telji hann að brotið sé á þeim,“ kemur fram í greinagerðinni.

Enn fremur segir að hagsmunafulltrúanum beri að hafa frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum allra eldri borgara og þá sérstaklega með tillit til að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og almennt bágan aðbúnað þeirra.

Jafnframt skuli hann gera tillögur um úrbætur á réttarreglum er varða aldraða og hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra. 

Svipaðar tillögur hafa verið lagðar fram sjö sinnum áður án þess að hafa hlotið afgreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert