Aðalmeðferð hefst í Gýgjarhólsmáli

Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands á síðasta …
Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð hefst núna klukkan 9 í Landsrétti í máli Vals Lýðssonar sem var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana á bæn­um Gýgjar­hóli II í Blá­skóga­byggð aðfaranótt 31. mars í fyrra. 

Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms sem féll í september í fyrra. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fór fram á það fyrir héraðsdómi að Valur yrði dæmdur í 16 ára fangelsi.

Kolbrún sagði fyrir dómi að Vali hefði mátt vera það fullljóst að árás hans á Ragnar gæti endað með andláti hans. Í niðurstöðu héraðsdóms kom aftur á móti fram að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að ákærði hafi ætlað að ráða bróður sínum bana.

Valur hefur borið við minnisleysi um atburðina sem áttu sér stað þetta afdrifaríka kvöld.

Valur var fundinn sekur um manndráp af gáleysi fyrir stórhættulega og vísvitandi líkamsárás og fékk hann sjö ára fangelsisdóm fyrir. Honum var einnig gert að greiða fjórum börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju um sig í miskabætur fyrir að hafa banað föður þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert