„Algjörlega óþolandi“

Þorsteinn Víglundsson á Alþingi.
Þorsteinn Víglundsson á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði það „algjörlega óþolandi“ að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheitum sínum á Alþingi og sitja á svikráðum við þjóðina með því að styðja þriðja orkupakkann.

Hann nefndi að þingmenn hefðu haldið uppi rangfærslum um þriðja orkupakkann. „Þegar umræða er hafin kemur berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar hafa verið,“ sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi. 

„Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn.“

Bætti hann við að þriðji orkupakkinn snúist um neytendavernd fyrir almenning í orkumálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert