Loka gluggum spítalans vegna jarðvegsbaktería

Fólki á barnaspítalanum er bent á að opna ekki svaladyr …
Fólki á barnaspítalanum er bent á að opna ekki svaladyr vegna hættu á því að myglusveppur berist inn vegna jarðvegsframkvæmda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákvörðun hefur verið tekin um að hafa lokaða glugga Barnaspítala Hringsins sem snúa að framkvæmdasvæði við Landspítalann, en þar fer fram jarðvegsvinna um þessar mundir.

Tilteknir gluggar spítalans hafa verið festir aftur og óheimilt er að opna svaladyr. „Gluggunum sem snúa að framkvæmdunum, jarðvegsvinnunni, er lokað vegna teórískrar hættu á því að jarðvegsbakteríur geti borist inn þegar það er svona mikið rót. Þetta er mjög stíf ákvörðun til að varna þessu og hættan er afskaplega lítil,“ segir Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins.

Innan veggja spítalans hefur verið látið vita af þessu, m.a. með tilkynningum sem límdar hafa verið á svaladyr spítalans. „Bannað að opna svaladyrnar! Hætta á að myglusveppur [aspergillus] úr jarðvegi berist inn vegna framkvæmda fyrir utan,“ segir á límmiðunum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert