Seldi sér stóðhest á undirverði

Guðmundur Björgvinsson, landsliðmaður í hestaíþróttum, hefur verið dæmdur til greiðslu ...
Guðmundur Björgvinsson, landsliðmaður í hestaíþróttum, hefur verið dæmdur til greiðslu skaðabóta í máli sem varðar stóðhestinn Byl frá Breiðholti, sem hann hafði í umboðssölu. mbl.is/Styrmir Kári

Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn besti knapi landsins og landsliðsmaður í hestaíþróttum, var síðastliðinn föstudag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa hlunnfarið eiganda hests sem knapinn tamdi og tók síðar að sér að selja í umboðssölu. Hann þarf að greiða 10,4 milljónir í skaðabætur vegna málsins.

Samkvæmt dómnum, sem ekki hefur verið birtur opinberlega á vef dómstólsins en mbl.is hefur undir höndum, sá Guðmundur um að selja hestinn Byl frá Breiðholti til félags sem er í eigu hans og eiginkonu hans, Takthesta ehf., á 9,5 milljónir króna um miðjan nóvember 2014.

Síðan var hesturinn seldur áfram einungis nokkrum vikum síðar til norska hestamannsins Stians Pedersen og félagsins Stall SP Breeding AS, á 19,9 milljónir króna.

Dómari við Héraðsdóms Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að Guðmundur og Takthestar ehf. ættu að greiða Gunnari Ingvarssyni, upprunalegum eiganda hestsins, 10,4 milljónir króna í skaðabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna viðskiptanna.

„Tjón stefnanda felst í mismuninum á því verði sem hann fékk fyrir hestinn og því verði sem fékkst fyrir hestinn fáum vikum eftir að stefnandi seldi hestinn, en fráleitt er að hesturinn hafi tvöfaldast að raunvirði á þeim tíma, hvað sem allri þjálfun líður,“ segir í niðurstöðukafla dómsins.

Einnig var Guðmundi og Takthestum gert að greiða Gunnari yfir 3,2 milljónir króna vegna málskostnaðar í þessu fordæmalausa hestaviðskiptamáli. Guðmundur segir í stuttu samtali við mbl.is að dómi Héraðsdóms Suðurlands í málinu verði áfrýjað, en vísar að öðru leyti á lögmann sinn.

Bylur frá Breiðholti og salan til Takthesta

Stóðhesturinn Bylur frá Breiðholti var sem áður segir í eigu Gunnars Ingvasonar fram í nóvember 2014. Bylur kom í heiminn árið 2008 og er undan þeim Orra frá Þúfu og Hrund frá Torfunesi, „sem hefur gefið af sér marga hátt dæmda gæðinga,“ samkvæmt því sem stendur í frétt hestatímaritsins Eiðfaxa þar sem fjallað var um söluna á gæðingnum Byl til Noregs.

Samkvæmt því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands tók Guðmundur Byl til tamninga og þjálfunar fyrst árið 2012. Síðan sýndi Guðmundur hestinn á kynbótasýningu vorið 2014 og þar vann hesturinn sér inn þátttökurétt sem keppnishestur á Landsmóti hestamanna síðar um sumarið, þar sem hann lenti í 8. sæti í keppni sex vetra stóðhesta.

Eftir þetta ágæta gengi á Landsmóti mun Gunnar hafa falið Guðmundi að selja fyrir sig hestinn í umboðssölu. Samkvæmt Gunnari hljóðaði samningurinn svo að Guðmundur myndi fá 10% söluverðsins í þóknun fyrir að hafa milligöngu um söluna.

Guðmundur Björgvinsson, hér á ferðinni á heimsmeistaramóti íslenska hestsins á ...
Guðmundur Björgvinsson, hér á ferðinni á heimsmeistaramóti íslenska hestsins á gæðingnum Hrímni frá Ósi. Ljósmyndari/Óðinn Örn Jóhannsson

Samkvæmt Gunnari sagði Guðmundur á þessum tíma að raunhæft markaðsverð hestsins væri 15-20 milljónir króna, en það kannast Guðmundur ekki við. Þá segir Gunnar einnig að Guðmundur hafi látið sig vita af mögulegum áhuga bæði Norðmannsins Stian Pedersen og einhvers Dana, sem væru væntanlegir til landsins að skoða hesta.

Gunnar segir svo, að Guðmundur hafi látið sig vita af því að báðir útlendingarnir væru búnir að koma til landsins í byrjun nóvember og að þeir hefðu ekki haft áhuga á stóðhestinum. Guðmundur mun þá hafa lýst því við Gunnar að vinur hans, Kristján Gunnar Ríkharðsson, hefði verið viðstaddur sýningu hestsins og að hann vildi kaupa Byl á 9,5 milljónir króna.

Guðmundur neitar þessu og segir að á þessum tímapunkti hafi einungis verið rætt um Danann, en að sá norski, Stian Pedersen, hafi ekki verið búinn að koma til landsins. Samkvæmt gögnum sem voru framlögð við réttarhaldið er staðfest að sá norski var hér á landi 24.-28. nóvember 2014.

En Gunnar samþykkti, eftir þetta, að hesturinn yrði seldur Kristjáni Gunnari. Kaupin fóru þó þannig fram, að hesturinn var skráður á Takthesta, en samkvæmt Guðmundi var það að beiðni Kristjáns Gunnars, þar sem þeir vinirnir höfðu ákveðið að sameina rekstur sinn.

Guðmundur segir að Gunnar hafi verið himinlifandi með að selja hestinn fyrir 9,5 milljónir króna, en báðir voru þeir sammála um það að rætt hafi verið um að lausleika í hnéskel, svokallað hnélos, mætti greina hjá hestinum. Þó greinir þá einnig á um það atriði, þar sem Gunnar segir að Guðmundur hafi fengið dýralækni til þess að rita „smávægilegt hnélos“ í athugasemd í heilbrigðisvottorð hestsins, en því neitar Guðmundur. Hvað sem því líður, þá var sú athugasemd rituð í vottorðið.

Sala Byls til Noregs

Eins og áður hefur komið fram kom norski knapinn Stian Pedersen til landsins 24.-28. nóvember 2018. Samkvæmt dómnum mun hann vera æskuvinur eiginkonu Guðmundar og hafa heimsótt þau hjón í ferð sinni, en ferðin mun þó aðallega hafa verið farin til þess að finna keppnishest sem norski knapinn gæti notað á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sumarið 2015.

„Kemur fram að Stian þessi hafi þá prófað ýmsa hesta, þ. á m. Byl frá Breiðholti, og líkað vel, en hins vegar ekki fundið neinn hest sem hentaði til kaups. Aftur kveður stefndi Guðmundur að þau hjón hafi hitt Stian um áramótin 2014/2015 og þá hafi Stian sagst vera hættur að leita að hesti fyrir heimsmeistaramótið 2015 og stefnt á heimsmeistaramótið 2017 og innt stefnda Guðmund eftir því hvort Bylur væri falur,“ segir í dómi héraðsdóms um þessa för norska knapans og áframhaldandi samskipti hans við Guðmund.

Guðmundur segir að í kjölfarið á þessu hafi hann rætt málið við Kristján Gunnar vin sinn og samstarfsfélaga og þeir ákveðið að bjóða norska knapanum að kaupa Byl og tvo aðra hesta fyrir alls 19,9 milljónir króna. Auk Byls var um að ræða merina Væntingu frá Kaldbak og dóttur hennar, tryppið Ragnhildi frá Rauðalæk.

Guðmundur Björgvinsson og Gustur frá Gýgjarhóli.
Guðmundur Björgvinsson og Gustur frá Gýgjarhóli. mbl.is/Styrmir Kári

Á sölureikningum sem varða þessi viðskipti og farið er yfir í dómi héraðdóms er hins vegar einskis getið um aðra hesta en Byl frá Breiðholti. Jafnframt kemur fram í dómnum að merarnar Vænting og Ragnhildur séu enn skráðar á íslensk félög, þar á meðal önnur á félagið Pabbastrák ehf. sem mun vera félag Kristjáns Gunnars.

Gunnar heyrði af þessum viðskiptum og kærði Guðmund til héraðssaksóknara vegna þeirra. Tekin var lögregluskýrsla af Stian Pedersen í lok september 2016 og hann sagði þá frá því að Guðmundur hefði sagt, er Stian skoðaði Byl frá Breiðholti í nóvember 2014, að verð hestsins væri 20 milljónir króna.

Norðmaðurinn sagði við skýrslutökuna að honum hefði þótt það verð nokkuð hátt, en að hann hefði þó ákveðið að kaupa hestinn, eftir að honum var sagt að hann fengi Væntingu og Ragnhildi með í kaupbæti.

„Eftiráskýringar“ um þriggja hesta pakka

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, við mat sitt á þessu mikla deilumáli, að hesturinn Bylur hefði einn og sér verið verið seldur fyrir 19,9 milljónir króna og að „fullyrðingar um þriggja hesta pakka séu eftiráskýringar í þeim tilgangi að dylja hið raunverulega verð sem fékkst fyrir Byl frá Breiðholti.“

Niðurstaða dómsins er þannig sú, að ekki einungis hafi Guðmundur, sem er „atvinnumaður í hestamennsku og öllu sem að hestum lýtur“, leynt eiganda Byls því að hann væri í raun og veru að selja eigin fyrirtæki hestinn, heldur hafi honum verið ljóst að hesturinn væri mun meira virði en þeirra 9,5 milljóna sem hann var seldur á í upphafi. Þá hafi hann selt hestinn áfram og auðgast verulega á viðskiptunum, á ólögmætan hátt, allt á kostnað fyrrverandi eiganda hestsins.

„Að mati dómsins skiptir engu við úrlausn málsins hvort stefnandi var sjálfur búinn að láta það spyrjast að hesturinn væri falur og að hann kunni að hafa verið tilbúinn að láta hann fyrir 10 milljónir króna. Eftir að stefnandi fól stefnda Guðmundi, sem atvinnumanni á þessu sviði, að selja hestinn, mátti hann gera ráð fyrir að stefndi Guðmundur ynni fyrir hann af heilindum og að hann fengi hámarksverð fyrir hestinn,“ segir í dómnum.

[Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Guðmundur hefði verið dæmdur fyrir auðgunarbrot. Það er ekki rétt, heldur var hann dæmdur til greiðslu skaðabóta í einkamáli sem höfðað var á hendur honum vegna sölunnar á Byl frá Breiðholti. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum blaðamanns.]

mbl.is

Innlent »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »

Ekkert svigrúm fyrir hræðslu

10:03 Minni Gunnarsson Kalsæg átti annað og gjörólíkt líf áður en hún flutti til Íslands árið 1951. Hún starfaði fyrir norsku andspyrnuhreyfinguna í hættulegri nálægð við Þjóðverja sem höfðu meðal annars lagt undir sig heimili hennar. Minni er 97 ára í dag og verður 98 á árinu. Meira »

Höturum verður mögulega refsað

09:40 Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar munu mögulega refsa Hatara eftir að liðsmenn hópsins veifuðu palestínskum borðum í sjónvarpsútsendingu keppninnar í gærkvöldi. Meira »

Lá ölvaður á Mosfellsheiði

07:26 Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem lá í götunni á Mosfellsheiði. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans skánar. Meira »

Þungbúið veður og kólnar næstu daga

07:07 Skýjað er á landinu og víða dálítil rigning eða súld og útlit er fyrir norðaustan 8 til 13 m/s, en breytilega átt 3 til 8 m/s sunnanlands. Meira »

Kona sem treysti sér ekki niður fjallið

Í gær, 21:19 Sjötug íslensk kona datt illa á skíðum ofarlega í Skarðsdal í hádeginu í dag. Hún treysti sér ekki til þess að koma sér niður og því var kallað á hjálp. Meira »

Fjórfaldur pottur í næstu viku

Í gær, 19:45 Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og því verður potturinn fjórfaldur í næstu viku.  Meira »