Valur tjáir sig ekki

Ólafur Björnsson verjandi og Valur Lýðsson, þegar málið var tekið …
Ólafur Björnsson verjandi og Valur Lýðsson, þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur Lýðsson sem var dæmdur í sjö ár fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni að bana á bænum Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð kaus að tjá sig ekki við skýrslutöku málsins í Landsrétti í morgun.

Afstaða Vals kom ákæruvaldinu í opna skjöldu. 

Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur var í framhaldinu fenginn til að gefa skýrslu vegna málsins.

Aðalmeðferð málsins hófst í Landsrétti í morgun.

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hari
mbl.is