Dæmdir fyrir árásina á Houssin

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi hvorn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á annan fanga, ungan hælisleitanda að nafni Houssin Bsrai, í íþróttahúsi fangelsisins í janúar 2018.

Fram kemur í dómnum að mennirnir tveir, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Henriksson, hafi í félagi veist að Bsrai með ofbeldi. Þeir hafi ítrekað kýlt hann í bæði höfuð og líkama og sparkað í hann á sömu staði, tekið hann hálstaki og stappað á honum þar til hann missti meðvitund. Við þetta varð Bsrai fyrir miklum líkamlegum áverkum.

Þeim Baldri og Trausta var enn fremur gert að greiða Bsrai 600 þúsund krónur með vöxtum og máls- og sakarkostnað upp á samanlagt rúmlega 6 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert