Efnistaka til framtíðar

Malarnám í Ingólfsfjalli.
Malarnám í Ingólfsfjalli. mbl.is/RAX

Fossvélar á Selfossi og eigendur Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hyggjast stækka námasvæðið í fjallinu um 11,3 hektara og verði það alls um 34 hektarar. Fyrirhugað er að vinna 27,5 milljónir rúmmetra af malarefni á nýja námasvæðinu næstu 30 ár.

Magnús Ólason, framkvæmdastjóri Fossvéla, segir að með stækkun vinnslusvæðisins sé verið að tryggja efnistöku til framtíðar og búa í haginn svo fyrirtækið verði tilbúið að mæta þörf vegna stórframkvæmda í samfélaginu næstu ár og áratugi. Hann nefnir vegaframkvæmdir í því sambandi, meðal annars breikkun Suðurlandsvegar og byggingu nýrrar Ölfusárbrúar.

Ferli vegna mats á umhverfisáhrifum er að hefjast og eru drög að tillögu að matsáætlun fyrir efnistökusvæðið kynnt á vefsíðum EFLU og Fossvéla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert