Fangelsi eins og glæpamannaskóli

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. mbl.is/Hari

„Við þurfum að afglæpavæða fíkniefnaneyslu,“ sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi, í samtali við mbl.is eftir hádegisfund um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi frá hagrænu sjónarmiði.

Guðmundur Ingi og Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn héldu stutt erindi en Guðmundur fór yfir sitt lífshlaup. Hann er 45 ára og hefur samtals verið dæmdur í 24 ára fangelsi frá aldamótum fyrir skipulagningu á fíkniefnasmygli.

Hann sagði að það þyrfti að breyta stefnunni í fangelsum en fanga bíði lítið annað en að fara í sama far glæpa og áður þegar þeir losna út. 

Guðmundur Ingi fjallaði um sína reynslu af glæpum.
Guðmundur Ingi fjallaði um sína reynslu af glæpum. mbl.is/Hari

Þekkti ekkert annað en að fá borgað svart

Guðmundur ólst upp hjá góðri fjölskyldu í Breiðholtinu en þar var engin óregla. Hann byrjaði að vinna 13 ára og þá fékk hann borgað svart og stofnaði fyrsta fyrirtækið sitt þremur árum síðar. Þar fengu allir borgað svart, enda þekkti hann ekki annað.

Árið 1997 flutti Guðmundur til Spánar, prófaði kókaín í fyrsta skipti, og tapaði öllu vegna neyslu. „Þarna er maður kominn í einhvers konar gróðafíkn og þá var bara eitt að gera til að viðhalda henni og það var smygl. Með því móti var hægt að viðhalda neyslunni og lífsstílnum,“ sagði Guðmundur.

Áttu að verða betri eftir geymslutímann

Smyglið gekk ágætlega þangað til hann var handtekinn 28. desember 1999 en hann sat inni í átta ár. „Innan veggja fangelsis tekur við svart hagkerfi ríkisins. Fangar fengu ekki laun heldur þóknanir og menn fengu borgað svart, sem var alls ekki til þess gert að hjálpa neinum að taka á sínum málum,“ sagði Guðmundur.

„Þetta er bara geymsla en eftir geymslutímann áttu að verða betri, borga skatta og fleira en það gerist aldrei,“ bætti Guðmundur við.

Gestir fylgdust með.
Gestir fylgdust með. mbl.is/Hari

Fara beint í sama farið eftir að afplánun lýkur

Hann sagði að langflestir fangar færu aftur í það sem þeir kunni, glæpi, þegar þeir losni út. Það átti við í hans tilfelli þegar hann var frjáls ferða sinna árið 2007. „Ég fór beint til Spánar í sama farið. Þetta var það eina sem ég kunni en ég fékk ekkert tækifæri til að læra í fangelsinu og þetta var eini möguleikinn fyrir mig til að lifa,“ sagði Guðmundur.

„Eina sem kemst að er að græða peninga og það lokar á allt annað,“ sagði Guðmundur en hann velti afleiðingum þess ef lögreglan myndi góma hann lítið fyrir sér meðan á smyglinu stóð.

„Síðan er ég aftur tekinn árið 2012 en ég hef greinilega verið afskaplega lélegur smyglari,“ sagði Guðmundur og glotti. Við komuna í fangelsið var allt eins og það var um aldamótin:

„Ég var aftur kominn inn í svarta hagkerfið og launin voru enn 415 krónur á tímann. Þetta var engin betrun en við erum bara með refsistefnu,“ sagði Guðmundur. Hann bætti við að sambönd myndist milli fanga bak við lás og slá þar sem margir þeirra fari í skipulagða glæpastarfsemi eftir að afplánun lýkur. „Fangelsi hér á landi eru eins og glæpamannaskóli.“

Allir myndu græða á betrunarvist

Guðmundur sagði betrunarvist betri fyrir alla. Með því myndi endurkomum í fangelsi fækka, kostnaður ríkisins minnka og fórnarlömbum fækka. Auk þess myndu dæmdir afbrotamenn eiga möguleika á að fóta sig eftir fangavist.

Hann benti á að fangar væru oft og tíðum skuldum vafðir við komuna úr fangelsi og nefndi sakarkostnað, meðlag og sektir í því samhengi. „Ef menn fara að vinna tekur ríkið meirihlutann af því í gjöld. Menn sem koma úr fangelsi fara ekki að vinna eðlilega vinnu.“

Guðmundur benti á að það sem á sér stað í fangelsunum gerist yfirleitt skömmu síðar í samfélaginu. „Þegar eftirlit er aukið gegn einhverju ákveðnu efni í fangelsinu breytist mynstrið, menn fara í harðari efni og deyja af því. Þetta gerist á sama hátt í samfélaginu.“

Guðmundur tók smá tíma í að svara því hvort lögreglan gæti ekki notað reynslu hans til aðstoðar. „Ég tók einmitt í höndina á Karli Steinari áðan og það var söguleg stund. Hann hefur eytt löngum tíma í að fylgjast með mér, sem er mjög sérstakt, og veit alls konar hluti um mig,“ sagði Guðmundur og hélt áfram:

Ég er í nefnd á vegum félagsmálaráðherra sem snýr að því að bæta félagslegan hag fanga eftir afplánun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skákmenn þjálfa hugann vikulega í TR

22:25 Atskákmót hafa verið fátíð hér á landi undanfarin ár og því fór Taflfélag Reykjavíkur að efna til vikulegra atskákmóta í húsakynnum félagsins. Mótin byrjuðu í mars sl. og hafa fengið mjög góðar viðtökur. Meira »

Meiriháttar vegaframkvæmdir á Akureyri

21:45 Miklar framkvæmdir standa yfir á þungum umferðaræðum á Akureyri, bæði við Glerárgötu og Þórunnarstræti. Framkvæmdirnar hófust um mánaðamótin. Meira »

Nálgunarbann vegna dreifingar nektarmynda

21:40 Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þegar konan vísaði manninum af heimilinu sparkaði hann í hana, hellti yfir hana mjólk og sendi nektarmyndir af henni á yfir 200 netföng. Meira »

Konur með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku

21:01 Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku hjartans en karlar er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna og nemenda við HÍ. Meira »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »