„Stundum í spinning með Skúla“

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri WOW air.
Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri WOW air. mbl.is/Þorsteinn

Mikill hiti var í dómsal í héraðsdómi í dag þegar þingfesting, fyrirtaka og málflutningur fór fram vegna kröfu Arion banka um að Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri WOW air, myndi víkja sem skiptastjóri búsins vegna vanhæfis. Sakaði Ólafur Eiríksson, lögmaður Arion banka, Svein um að hafa vegið gróflega að bankanum í öðru dómsmáli og farið langt út fyrir það sem eðlilegt mætti telja í störfum fyrir skjólstæðing sinn. Svaraði Sveinn Andri Ólafi og sagði engin takmörk vera fyrir því hvers konar þvæla væri borin fyrir dómstóla og að málflutningur Ólafs væri einhverskonar hliðarraunveruleiki þar sem hvítt væri svart.

Einsýnt að Sveinn Andri hafi farið langt út fyrir eðlileg störf

Ólafur byggði kröfu Arion á því að Sveinn Andri hefði beitt sér með óeðlilegum hætti ímálaferlum Sunshine press og Datacell gegn Valitor, en þar er farið fram á 16 milljarða í bætur eftir að Valitor lokaði greiðslugátt sem var til stuðnings Wikileaks. Vísaði hann til þess að Sveinn Andri hafi bæði farið fram á að Valitor yrði tekið til gjaldþrotaskipta og síðar að eignir yrðu kyrrsettar vegna kröfunnar. Dómstólar hafi hins vegar ekki fallist á það og síðar hafi Sveinn Andri sent bréf til FME, fjármálaráðuneytisins og íslensku og sænsku kauphallarinnar í tengslum við skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað. Þar hafi hann komið fram í eigin nafni en ekki skjólstæðinga sinna og sagt að gögn vantaði í skráningalýsingu bankans.

Sagði Ólafur að þær ásakanir sem Sveinn Andri hafi sett fram hafi varðað bæði sektum og fangelsi og tilgangurinn hafi verið að stöðva sölu bankans. Sagði hann Arion banka telja einsýnt að Sveinn Andri hafi þarna farið langt útfyrir það sem eðlilegt mætti telja í störfum sínum fyrir skjólstæðing og þar með væri hægt að draga hæfi hans í efa varðandi skiptabú WOW air, þar sem Arion banki væri stór kröfuhafi.

Sagði málskostnað Sveins vegna Sunshine press 73-624 milljónir

Ólafur sagði að málskostnaður Sveins Andra vegna máls Datacell og Sunshine press væri nú á bilinu 73 milljónir upp í 624 milljónir. Þá spurði hann um það hvort Sveinn Andri ætti kröfu á hendur Sunshine press, en það væri þá krafa vegna mögulegs ávinnings af málaferlunum. Sagði Ólafur slíka tengingu bannaða í flestum löndum í kringum okkur. Bað hann dómara um að óska eftir upplýsingum um þessi mál frá Sveini Andra.

Ólafur Eiríksson, lögmaður Arion banka.
Ólafur Eiríksson, lögmaður Arion banka. mbl.is/Þorsteinn

Ólafur vísaði einnig í vinnu Sveins Andra sem skiptastjóra þrotabús EK1923,  en fram hefur komið gagnrýni kröfuhafa búsins á hendur Sveini Andra fyrir mikinn kostnað í tengslum við þau skipti. Sagði hann það vera dæmi um óhóflegt tímagjald og óhóflegan tímafjölda, auk þess sem hann gerði að því skóna að aðilar tengdir Sveini Andra hefðu fengið háar greiðslur frá búinu. „Við höfum áhyggjur á að svipað komi upp ef hann er skiptastjóri WOW air,“ sagði Ólafur.

Í spinning með Skúla og pallaleikfimi með Helgu

Sveinn Andri hafnaði öllum ásköunum Ólafs og Arion banka og sagði að hann hefði í fyrsta lagi engin tengsl við stjórn eða stjórnarmeðlimi WOW air sem gætu valdið vanhæfi. Tiltók hann reyndar þau tengsl sem væru til staðar. „Ég fer stundum í spinning með Skúla [Mogensen],“ sagði hann og bætti við að hann hefði verið í pallaleikfimi með Helgu Hlín Hákonardóttur, sem sat í stjórn WOW air. Þá hafi væri einn stjórnarmaður barnsmóðir félaga síns. „Ekkert meir,“ sagði Sveinn Andri um möguleg tengsl.

Varðandi tengingu við Arion banka sagðist hann jú vinna að málinu Sunshine press gegn Valitor þar sem Valitor væri dótturdótturfélag Arion banka. Hann væri hins vegar ekki persónulega aðili að málinu. Þá væri hann ekki í viðskiptum við Arion banka, þó hann hefði átt viðskipti við gamla Búnaðarbankann.

Þurfti að reka málið af harðfylgni

Sveinn Andri svaraði ásökun Ólafs um meint vanhæfi vegna bréfaskriftanna til FME. Sagði hann að bréfin hafi átt fyllilega rétt á sér þar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir kröfunni og mögulegum afleiðingum í ársreikningum Valitor. Þegar fyrirtækið væri í söluferli gæti það haft áhrif á mögulegar heimtur af kröfunni. Þá væri kyrrsetningarbeiðnin ekki fráleitari en svo að Arion banki hafi þurft að leggja Valitor til 750 milljónir í nýtt hlutafé vegna slæmrar eiginfjárstöðu Valitor.

Sagði Sveinn Andri kannski fylgja málum fast eftir, en að hann hafi unnið mörg málanna fyrir dómstólum. Þannig hafi dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að greiðslugáttinni til Sunshine press hafi verið lokað ólöglega og beiðnum Arion banka um nýtt mat hafi verið hafnað. Sagði hann að reka hefði þurft málið af talsverðu harðfylgni til að það kæmist á það stig sem það er í dag, en búast má við dómi í skaðabótamálinu á næstunni.

Sveinn Andri svaraði einnig ásökunum um hátt tímakaup og sagði gjaldskrá sína vera afrit af gjaldskrá Lögfræðistofu Reykjavíkur, þar sem hann vann áður. Hann benti jafnframt á að hann og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjóri WOW air, hefðu skilað inn yfirlýsingu til dómstjóra þess efnis að Þorsteinn myndi alfarið sjá um málefni Arion banka í tengslum við uppgjör búsins. Sagði Sveinn Andri að óhjákvæmilega væru alltaf einhver atriði sem gætu komið upp. Þannig hefði einn kröfuhafi verið viðskiptavinur á stofunni sem Þorsteinn er hjá og því hafi Sveinn Andri tekið öll mál þess kröfuhafa. Einnig sé Sveinn Andri lögmaður flugfreyju sem muni líklega lýsa kröfum í búið. Sagðist hann auðvitað vera vanhæfur til að taka hennar mál. Það gerði hann hins vegar ekki vanhæfan skiptastjóra þegar þeir gætu skipt með sér verkum.

Sagði málið vegna persónulegrar óvildar Ólafs í sinn garð

Sveini Andra var orðið nokkuð heitt í hamsi þegar þarna var komið við sögu og sagði að það sem skyni í gegn í þessu máli væri persónuleg óvild Ólafs í sinn garð „vegna þess að ég leyfi mér að sinna mínum málum vel og ganga fram með hörku.“ Vísaði hann meðal annars til þess að sá lögmaður sem hefði unnið mest gegn sér í tengslum við skipti á EK1923 væri samstarfsmaður Ólafs á Logos.

Í andsvörum Ólafs ítrekaði hann aftur að Sveinn hefði sent bréf til FME í sínu eigin nafni og að Sveinn Andri hefði gengið fram og sakað Arion um óheiðarleika og lögbrot. Sagðist hann furðu lostinn að heyra hann svo segja þetta allt vegna persónulegrar óvildar. „Ekki bjóðandi að koma fram með þessar ávirðingar,“ sagði Ólafur. Þá ítrekaði hann spurningu sína hvort Sveinn Andri ætti kröfu á Sunshine press í tengslum við málarekstur þess máls.

„Í alvöru, er lögmaðurinn ekki alveg vel læs?“

Sveinn Andri tók næst til andsvara. „Í alvöru, er lögmaðurinn ekki alveg vel læs?“ Því næst rifjaði hann upp að fyrra bréfið sem hann hefði sent FME væri sérstaklega tekið fram að hann væri lögmaður Sunshine press og Datacell og gætti hagsmuna þeirra. Í næsta bréfi væri vísað í fyrra bréfið og tekið fram að hann væri að senda það fyrir hönd Datacell og Sunshine press. Sagðist hann hafa orðið þess var undanfarið að það væri nýmóðins í rekstri dómsmála að setja alls konar vitleysu fram. „Eru engin takmörk fyrir hvers konar þvæla er sett fyrir dómstóla,“ spurði hann og sagði framsetningu Ólafs vera einhvern hliðarveruleika þar sem hvítt væri svart og svart væri hvítt.

Bað Símon Sigvaldason dómstjóri Svein Andra um að gæta orða sinna á þessum tímapunkti. Sagðist Sveinn Andri biðjast afsökunar ef hann hefði æst sig. „Ég tel samt tilefni hafa verið til þess,“ sagði hann og bætti við að menn yrðu að halda sig við staðreyndir þegar þær væru skrifaðar á blað, að ekki væri hægt að fullyrða beint út í bláinn og vísaði orðum sínum að Ólafi.

Úrskurður í málinu um hvort Sveinn Andri sé vanhæfur sem skiptastjóri mun vera kveðinn upp á föstudaginn klukkan 14:00 í Héraðsdómi Reykjavíkur.

mbl.is

Innlent »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »

Hæstiréttur hafnar beiðni Steinars Berg

11:43 Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Steinars Berg Ísleifssonar eftir leyfi dómstólsins til að áfrýja dómi Landsréttar sem í apríl sýknaði Ríkisútvarpið af kröf­um Stein­ars. Hann krafði RÚV um miska­bæt­ur og af­sök­un­ar­beiðni vegna end­ur­varps á um­mæl­um tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens í þætt­in­um Popp- og rokk­saga Íslands. Meira »

EasyJet fækkar Íslandsferðum

11:42 Flugfélagið EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir stjórnendur félagsins skrifa ákvörðunina á dýrtíðina á Íslandi. British Airways og Wizz Air eru aftur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vetur. Meira »

„Ofboðslega sorglegar tölur“

11:34 Félags- og barnamálaráðherra hyggst bregðast hratt og örugglega við niðurstöðum skýrslu sem segir til um að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi. Hann fundar með UNICEF, sem lét vinna skýrsluna, í hádeginu. Meira »

Ganga skrúðgöngu í tilefni Dýradagsins

11:32 Dýradagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Meira »

„Órafmagnað stuð“

11:10 „Það er stuð í kirkjunni. Þetta er órafmagnað stuð,“ segir Gunnar Ben stjórnandi poppkórsins Vocal Project sem heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20. Gefinn verður forsmekkur fyrir hausttónleika kórsins. Meira »

„Tími kominn til að höggva á hnútinn“

10:39 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, gerði þá kröfu í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að flugvélin TF-GPA, sem er af tegundinni Airbus A321 og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá falli WOW air, verði tekin með beinni aðfaragerð af sýslumanni frá Isavia og afhent flugvélaleigufyrirtækinu ALC Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...