Sumar stéttir aldrei tilkynnt peningaþvætti

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is//Hari

Fíkniefnaviðskipti eru stærsti og arðbærasti hluti skipulagðrar glæpastarfsemi. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, á hádegisfundi sem félag viðskipta- og hagfræðinga hélt og fjallaði um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi frá hagrænu sjónarmiði.

„Ég tel að við höfum ekki náð viðunandi árangri gegn skipulögðum brotahópum. Þeim hefur fjölgað, þeir velta meiru og eru fleiri,“ sagði Karl Steinar.

Hann sagði að staðan væri sú að í Evrópu eru um 5.000 skipulagðir brotahópar sem eru þekktir og undir smásjá yfirvalda. Hér á landi eru slíkir hópar á bilinu 10 til 20.

„Bætt við“ mansali vegna gróðasjónarmiða

Hann benti á að þrátt fyrir að fíkniefnin væru grundvöllur skipulagðra glæpa væri meira en helmingur hópanna tengdur fleiri en einni brotastarfsemi. „Frá árinu 2014 hafa komið inn þættir sem voru ekki þekktir í þessari brotastarfsemi; smygl á fólki og mansal,“ sagði Karl Steinar. Hann bætti því við að brotahópar hefðu „bætt þessu við“ vegna gróðasjónarmiða.

„Þarna er um að ræða hreina viðbót við fyrri starfsemi. Glæpamennirnir vita allt um smygl og stækka við sig til að græða meira.“

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Hari

Þykir eðlilegt að vera með nokkrar milljónir í umslagi

Hann sagði helsta vandamál þeirra sem stunda skipulagða glæpastarfsemi, það er hvað á að gera við lausaféð, ekki vera jafn þekkt hér á landi. „Í íslenskum viðskiptum hefur ekki þótt tiltökumál að vera með mikið lausafé,“ sagði Karl Steinar og tók dæmi með því að nefna stéttir sem hafi aldrei tilkynnt peningaþvætti:

„Bílasalar og fasteignasalar hafa aldrei tilkynnt um peningaþvætti. Þetta segir svolítið til um að í þjóðarsálinni þykir eðlilegt að koma einfaldlega með nokkrar milljónir í umslagi og borga. Við þurfum að skoða hvað þykir eðlilegt. Þarna er hvati fyrir menn til að halda áfram,“ sagði Karl Steinar.

Yfirlögregluþjónninn hvatti alla til að lesa skýrslu um peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka og sagði að í grunninn snúist þetta allt saman um peninga. Viðmið sem gengið væri út frá í Evrópulöndum sé að umfang skipulagðrar brotastarfsemi sé 1-2% af landsframleiðslu. 1% af landsframleiðslu hér á landi í fyrra voru 28 milljarðar króna.

Öfug sönnunarbyrði í Bretlandi

Karl Steinar benti á að Ísland hefði ekki fengið háa einkunn þegar úttekt var gerð varðandi reglur og aðgerðir gegn peningaþvætti. Að hans mati geta eftirlitsstofnanir unnið betur saman og Karl Steinar telur að sýn og áherslur hafi ekki alltaf verið réttar.

„Bretar og Írar hafa öfuga sönnunarbyrði. Þar þurfa menn að sýna fram á hvernig þeir hafi auðgast og hefur sú leið fært ríkisvaldinu mikla fjármuni. Er það leiðin? Ég vil meina að við eigum að fara einhvern milliveg og einbeita okkur að því að ná peningunum,“ sagði Karl Steinar.

Karl Steinar í forgrunni og Guðmundur Ingi Þórodsson, formaður Afstöðu ...
Karl Steinar í forgrunni og Guðmundur Ingi Þórodsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, fyrir aftan. mbl.is/Hari

Þurfum aukafjárveitingu til að finna peningana

Hann benti á að hingað til hefði mesta púðrið farið í að reyna að ná eiturlyfjunum en nú ætti að skipta um gír. „Það eiga að vera miklu fleiri sérfræðingar til að við náum peningunum og við þurfum að verja fjármunum til að ná árangri,“ sagði Karl Steinar en hann lofar árangri gegn auknu fjármagni:

„Við gætum náð í 400-500 milljónir í ríkissjóð ef við fengjum 100 milljóna aukafjárveitingu. Við munum fara fram á það. Við fengum aukafjárveitingu fyrir 65 milljónir fyrir þetta ár og höfum nú þegar kyrrsett eignir fyrir 70 milljónir.“

Karl Steinar sagðist vilja að frekar yrði unnið með brotamenn sem einstaklinga og að allir væru þeir ólíkir innbyrðis. Hann tók dæmi í samtali við blaðamann að loknum fundinum: 

„Við gætum verið tveir og framið svipuð brot en nálgunin til að fá þig til að hætta brotastarfsemi getur verið önnur en sú til að fá mig til að hætta. Það er vegna þess að við erum ólíkir og mismunandi leiðir virka á okkur,“ sagði Karl Steinar.

Hann sagði að það væri samfélaginu mikilvægt að fá einstaklinga til baka eftir fangavist sem byrji að borga til samfélagins og sé hluti af því. „Stefnan getur ekki verið að það sé nánast ómögulegt fyrir þá sem losna úr fangelsi að taka þátt í samfélaginu. Þá erum við ekki á réttri leið.“

mbl.is

Innlent »

Staða dómaranna fjögurra óbreytt

14:22 Frávísun Hæstaréttar frá því á mánudag á máli ríkisins gegn Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni og Tryggva Jóns­syni hefur engin sérstök áhrif á stöðu fjögurra dómara við Landsrétt sem ekki hafa starfað frá því í mars, þegar MDE komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu verið ólöglega skipaðir. Meira »

Kemur í ljós hvort tekjublaðið kemur út

14:06 „Það verður að koma í ljós. Við verðum að haga okkar undirbúningi miðað við þetta,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, spurður hvort ekki verði erfiðara að vinna upplýsingar í tekjublað Frjálsrar verslunar þar sem ríkisskattstjóri gefur ekki upp lista yfir tekjuhæstu einstaklingana í ár. Meira »

Ráðhúsið vatnsvarið

13:37 Þessa dagana er verið að vatnsverja Ráðhús Reykjavíkur við Tjörnina. Búið er að setja upp stillansa við austurgafl bygginganna tveggja. Um er að ræða nauðsynlegt viðhald þar sem húsið er þrifið og glært efni er borið á yfirborðið. Meira »

Sendir Miðflokksmönnum baráttukveðjur

13:03 „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútímasamfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3. orkupakkinn verði samþykktur.“ Meira »

Fái ekki takmarkalausan ræðutíma

12:29 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fylgjandi því að þingskaparlögum verði breytt þannig að þingmenn fái ekki takmarkalausan ræðutíma um ákveðin mál eins og raunin hefur verið með umfjöllun Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Meira »

Vill skýrara regluverk um skattakóngalista

11:59 „Listinn mun ekki birtast. Það er ekki hlutverk ríkisskattstjóra að birta slíkar upplýsingar,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Ekki verður sendur út listi til fjöl­miðla með upp­lýs­ing­um um hæstu greiðend­ur líkt og löng hefð hef­ur verið fyr­ir. Meira »

Jón Trausti fær 1,8 milljónir í bætur

11:13 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur auk vaxta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds sem hann sætti vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar árið 2017. Meira »

Valitor áfrýjar Wikileaks-máli

10:49 Valitor áfrýjaði nú í vikunni máli fyrirtækisins gegn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell til Lands­rétt­ar. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell sam­tals 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt fyr­ir­tækja fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga. Meira »

Notkun svartolíu bönnuð í landhelgi Íslands

10:16 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi. Auk tilætlaðs ávinnings fyrir loftslagið er breytingunni ætlað að stuðla að auknum loftgæðum við strendur Íslands. Meira »

Búið að opna inn að Landmannalaugum

10:08 Byrjað er að opna fjallvegi á hálendinu eftir vorleysingar, en Vegagerðin er búin að opna veg 208 frá Sigöldu inn að Landmannalaugum. Hins vegar er vegurinn áfram lokaður austur af Laugum og því þarf að fara sömu leið til baka, en Dómadalsleið er einnig lokuð. Meira »

Gefa ekki upplýsingar um hæstu greiðendur

09:59 Ríkisskattstjóri mun hætta að senda út lista til fjölmiðla með upplýsingum um hæstu greiðendur, líkt og löng hefð hefur verið fyrir, þar sem embættið telur ljóst að slík birting teljist ekki samrýmast þeim ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Meira »

Varað við umferðartöfum

09:36 Framkvæmdum á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík verður framhaldið í dag en í tilkynningu sem embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst segir að þeim ætti að vera lokið um kl. 14. Meira »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Fjarlægði hættulegt rör úr sjó

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 400.00
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...