38 hópar undir forsætisráðuneyti

Stjórnarráðið við Lækjargötu.
Stjórnarráðið við Lækjargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á vegum forsætisráðuneytisins starfa nú 38 ólíkir starfshópar. Þar á meðal eru ýmsar nefndir, ráð og stýrihópar. Kostnaður ráðuneytisins vegna þessara hópa nam um 43 milljónum króna á síðasta ári.

Þar með er ekki talinn kostnaður vegna vinnu annars fastra starfsmanna ráðuneytisins tengdrar starfi hópanna. Í átta hópum fá meðlimir greitt fyrir störfin.

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, þingmanns og formanns Flokks fólksins, um starfshópa á vegum ráðuneytisins. Þar segir einnig að í eftirfarandi hópum fái meðlimir, einn eða fleiri, laun fyrir unnin störf: í kærunefnd jafnréttismála, í nefnd til að leiða viðræður um sáttaumleitanir við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, í nefnd um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri, í óbyggðanefnd, í úrskurðarnefnd um upplýsingamál, í Jafnréttissjóði Íslands, í nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og loks fá þeir sem eru í verkefnisstjórn um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit, greitt fyrir stjórnarsetuna.

Katrín sagði ekki markmið í sjálfu sér að draga úr nefndarstarfi af þessum toga heldur ylti fjöldi nefnda á umfangi verkefna hverju sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert