Enski boltinn á 4.500 krónur á mánuði

Frá vinstri: Bjarni Þór, Tómas Þór, Logi Bergmann og Eiður …
Frá vinstri: Bjarni Þór, Tómas Þór, Logi Bergmann og Eiður Smári. mbl.is/RAX

239 leikir úr ensku úrvalsdeildinni verða sýndir í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans næsta vetur. Þar af verða 79 leikir í 4K-ultra háskerpu. 

Tómas Þór Þórðarson verður lýsandi og ritstjóri enska boltans. Honum til halds og trausts verða Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen. Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson.

Áskriftargjaldið er 4.500 krónur á mánuði og þarf fólk ekki að eiga önnur viðskipti við Sjónvarp Símans. Enski boltinn verður innifalinn í Sjónvarpi Símans Premium og þar verður áskriftargjaldið 6.000 krónur á mánuði en í dag er það 5.000 krónur.

Sýndir verða í opinni dagskrá laugardagsleikirnir í enska boltanum klukkan 15 en enski boltinn hefst 10. ágúst. Samningurinn sem Síminn gerði við ensku úrvalsdeildina gildir fyrir næstu þrjú keppnistímabil. 

Þetta kom fram í kynningu Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton. AFP
mbl.is