„Fólk mun flauta og vera með læti“

Umferð verður beint upp Laugaveginn frá þessu horni Klapparstígs að …
Umferð verður beint upp Laugaveginn frá þessu horni Klapparstígs að Frakkastíg í sumar. Það er gert vegna framkvæmda í miðbænum mbl.is/​Hari

Undirbúningur stendur nú yfir við að breyta Laugavegi í göngugötu til frambúðar. Morgunblaðið greindi frá því í gær að lögð hefur verið fram tillaga um áfangaskiptingu undirbúnings þessa innan skipulags- og samgönguráðs. Þar kom fram að í sumar verður göngugatan stytt og umferð beint upp Laugaveginn á kaflanum frá Klapparstíg að Frakkastíg. Fréttir af þessum breytingum komu flatt upp á marga.

„Ég er svekkt að þurfa að horfa upp á bílaröð fyrir utan búðina mína í sumar en ekki gangandi vegfarendur,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím við Laugaveg. Hún kveðst jákvæð fyrir göngugötum í miðborginni en er ósátt við að göngugötusvæðið skuli stytt í ár. Tinna telur að hafi flöskuháls myndast við Vatnsstíg áður muni hann bara myndast við Klapparstíg nú.

Hún vonast til að þessar breytingar verði til þess að bílar geti ekki þverað göngugötuna eins og verið hefur. „Það er stórhættulegt. Það er tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verður.“

Hvað umferð upp kafla Laugavegarins varðar kveðst Tinna ekki sjá tilganginn. „Það verður örugglega eitthvað kjánalegt. Fólk á eftir að verða hissa og finnast þetta skrítið. Fólk mun flauta og vera með læti held ég. Ég myndi gjarnan vilja fá betri skýringar á þessum hugmyndum borgarinnar.“

Sjá umfjöllun um áform þessi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert