Óvíst um aðkomu lífeyrissjóða

Umræða um fjárfestingu í húsnæðisfélaginu Blæ virðist vera skammt á veg komin á vettvangi lífeyrissjóða.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að áformað væri að nýtt húsnæðisfélag, Blær, byggði árlega 400-600 íbúðir og 6-8 þúsund íbúðir á næstu 10-15 árum. Fjármögnun lífeyrissjóða, sem og aðkoma Íbúðalánasjóðs, væri forsenda þessarar uppbyggingar. Slík fjárfesting gæti reynst sjóðunum ábatasöm.

Saman gætu Bjarg íbúðafélag og Blær byggt 600-800 íbúðir á ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir fulltrúa sjóðanna ekki hafa rætt þessar hugmyndir. Rétt sé að hafa í huga að vegna samkeppnissjónarmiða ræði fulltrúar sjóðanna aldrei einstakar fjárfestingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »