Vilja að skattabreytingar komi fyrr

Samningafundur hjá Sáttasemjara.
Samningafundur hjá Sáttasemjara. mbl.is/​Hari

Nýgerðir kjarasamningar falla í góðan jarðveg meðal félagsmanna stéttarfélaga ef marka má fyrstu viðbrögð á kynningarfundum sem standa yfir þessa dagana að sögn forystumanna verkalýðsfélaga.

Í frétt á vefsíðu VerkVest á Vestfjörðum segir að Lífskjarasamningurinn hafi fengið góðar undirtektir á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna. Þó svo almenn ánægja hafi verið með aðkomu stjórnvalda lýstu fundarmenn óánægju sinni með að skattabreytingar skuli ekki koma fram fyrr en á næsta ári og því muni of hátt hlutfall af taxtahækkunum og uppbótargreiðslum fara í skattinn,“ segir þar.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir eftir kynningarfund í Ísfiski í gærmorgun að undirtektir hafi verið góðar. „Því meira sem ég hugsa um þennan kjarasamning, þeim mun sannfærðari er ég um að hann er risastór tímamótasamningur fyrir íslenskt verkafólk. Ef ég lít aftur í tímann þá er þetta einn besti kjarasamningur sem gerður hefur verið fyrir verkafólk sem tekur laun eftir launatöxtum í marga áratugi,“ segir hann.

Spurður hvort hann verði var við óanægju með að of langt sé í skattabreytingar stjórnvalda sem eru ekki fyrirhugaðar fyrr en á fjárlögum næsta árs segir Vilhjálmur rétt að helsta gagnrýnin sem komið hafi fram sé á þetta atriði. „Við erum að bíða eftir nánari útfærslu stjórnvalda á því hvort sé hægt að láta þetta trappast inn með hraðari hætti en fyrirhugað er. Við myndum fagna því ef það yrði gert,“ segir hann í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert