69%-160% munur á hæsta og lægsta verði

Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið …
Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. mbl.is/​Hari

Verðkönnun á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun á milli þjónustu aðila eða frá 69% til 160% og nemur minnsti verðmunurinn 4.300 kr. en sá mesti 12.785 kr. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti, að því er verðlagseftirlit ASÍ greinir frá.

Frem kemur, að bifreiðaverkstæðið Stormur á Pateksfirði var með lægsta verðið í 8 skipti af 10 og Titancar Smiðjuvegi í 2 skipti af 10. Höldur og Dekkjasala Akureyrar skiptast á að vera með hæstu verðin en Höldur er með hæsta verðið í 6 skipti af 10 en Dekkjasala Akureyrar í 4 skipti af 10.

Mestur var verðmunurinn á dekkjaskiptum og umfelgun fyrir jeppa með 18“ álfelgur (265/60R18), 160% eða 12.785 kr. Hæst var verðið hjá Höldi á Akureyri, 20.785 en lægst hjá Titancar Smiðjuvegi, 8.000 kr.  Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á smábíl, minni meðalbíl og meðalbíl (14, 15 og 16“), 4.300 kr. eða 69% en hæsta verðið, 10.500 kr., hjá Dekkjasölu Akureyrar en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi þar sem það var 6.200 kr. Verðmunurinn var 69%.

Lægst voru verðin fyrir dekkjaskipti á smábílum, minni meðalbílum og meðalbílum (á 14, 15 eða 16") hjá bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 6.200 kr. (ál- og stálfelgur). Næstlægstu verðin fyrir þessa sömu gerð af bílum voru hjá Titancar Smiðjuvegi, 7.000 kr. og hjá Smurþjónustunni Klöpp (7.000 kr. stálfelgur og 7.300 álfelgur). Verðin hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði voru á svipuðum nótum eða 7.201 kr. fyrir sömu stærðir af bílum (ál- og stálfelgur).

Nánar á vef ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert