Fær sjö ár fyrir að nauðga dætrum sínum

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir manni sem framdi gróf kynferðisbrot …
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir manni sem framdi gróf kynferðisbrot gegn tveimur barnungum dætrum sínum. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Kjartani Adolfssyni, sem Héraðsdómur Austurlands dæmdi síðasta sumar í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur barnungum dætrum sínum. Niðurstaða Landsréttar er að hann skuli sæta 7 ára fangelsivist.

Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist refsiþyngingar og þess að maðurinn yrði sakfelldur fyrir fleiri ákæruliði en hann var sakfelldur fyrir í héraði. Hann hefur áður hlotið tíu mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn eldri hálfsystur stelpnanna tveggja, en það var árið 1991. Í þessu máli var hann einnig dæmdur fyrir að hafa tvívegis brotið nálgunarbann gegn henni.

Kjartan var í Héraðsdómi Austurlands sýknaður af nokkrum ákæruliða sem lutu að grófum brotum hans gegn eldri stúlkunni, en Landsréttur sneri sýknunni við í tveimur ákæruliða.

Stúlkan gaf viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti og lýsti því þar að faðir sinn hefði oft haft við sig samræði, ekki sjaldnar en í tíu skipti. Hún lýsti því að hún hefði yfirleitt vaknað þegar hann var að „koma inn“, en alltaf þóst vera sofandi.

Kjartan er nú dæmdur fyrir að hafa „káfað á henni, þar á meðal á kynfærum, og haft við hana samræði í leggöng,“ fyrst þegar hún var sjö ára og síðan aftur þegar hún var tíu eða ellefu ára gömul. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa gert það sama, á tilgreindu gistiheimili, þegar stúlkan var tólf ára gömul.

Hann þarf nú að greiða eldri dóttur sinni 3,5 milljónir í miskabætur, en áður hafði héraðsdómur ákvarðað að hann ætti að greiða henni 1,5 milljónir. Ákvörðun Héraðsdóms Austurlands um þriggja milljóna króna miskabótagreiðslu til handa yngri stúlkunni stendur, en maðurinn var aðallega dæmdur fyrir gróf brot sín gegn henni í síðasta sumar.

Dætur Kjartans hafa stigið fram opinberlega og rætt brot föðurs síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert